Þokuloft á Hellisheiði

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hálkublettir eru í Þrengslum en snjóþekja á Mosfellsheiði og Kjósarskarði. Þokuloft er á Hellisheiði, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.

Þæfingsfærð er á Bröttubrekku en allvíða er snjóþekja á fjallvegum á Vesturlandi en greiðfært að mestu á láglendi. Unnið er að mokstri. Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði og snjóþekja mjög víða í morgunsárið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert