Áhrif verkfallsaðgerða á Strætó

mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar stéttarfélags munu hafa áhrif á akstur Strætó en hér fyrir neðan má sjá samantekt í þeim efnum miðað við nýjustu breytingar á aðgerðunum. Helsta breytingin er að starfsmenn Hópbíla og Hagvagna munu ekki taka þátt í þeim.

Strætó á höfuðborgarsvæðinu

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir fyrir almenningsvagna Kynnisferða:

Á tímabilinu 1. – 30. apríl 2019 að frátöldum laugardögum og sunnudögum verður vinna lögð niður dag hvern frá kl. 07:00 til 09:00 að morgni og aftur kl. 16:00-18:00 síðdegis.

Boðaðar verkfallsaðgerðir munu hafa töluverð áhrif eftirfarandi leiðir á höfuðborgarsvæðinu; 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36.

Aðrar leiðir hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu taka ekki þátt í framangreindum verkfallsaðgerðum.

Akstursþjónusta fatlaðs fólks

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir munu ekki hafa áhrif á akstursþjónustu fatlaðs fólks:

„Allur akstur með fólk með fötlun verður sjálfkrafa undanþeginn verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins Eflingar. Bílstjórum sem starfa við slíkan akstur er því heimilt að sinna störfum sínum með óbreyttum hætti.“

Strætó á landsbyggðinni

Eftirfarandi aðgerðir munu eingöngu hafa áhrif á ferðir leiðar 89 sem aka eftir kl. 12:00 á hádegi á virkum dögum. Ef verkfallsdagar lenda á helgum falla allar ferðir leiðarinnar niður.

Leið 89 ekur milli Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar.

22. mars 2019 munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í sólarhring, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

28. – 29. mars 2019 munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 2 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

30. mars - 2. apríl 2019 munu félagsmenn Eflingar ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan 12:00 á hádegi.

3. – 5. apríl munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 3 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

6. – 8.apríl munu félagsmenn Eflingar ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan 12:00 á hádegi.

9. – 11. apríl munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 3 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

12. – 14.apríl munu félagsmenn Eflingar ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan 12:00 á hádegi.

15. – 17. apríl munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 3 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

18. – 22. apríl munu félagsmenn Eflingar ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan 12:00 á hádegi.

23. – 25. apríl munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 3 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

26. – 30.apríl munu félagsmenn Eflingar ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan 12:00 á hádegi.

Ótímabundið verkfall hefst klukkan 00:01 þann 1. maí 2019.

Aðrar strætóleiðir á landsbyggðinni verða ekki fyrir áhrifum framangreindra verkfallsaðgerða.

mbl.is

Innlent »

Utanlandsferðum fjölgar

10:15 Hlutfall íslendinga sem ferðast erlendis hefur farið stigvaxandi frá árinu 2009 þegar aðeins 44% Íslendinga fóru í utanlandsferð, en árið 2018 ferðuðust 83% landsmanna erlendis og var meðalfjöldi utanlandsferða 2,8. Meira »

50 undir áhrifum vímuefna

10:10 Yfir páskahelgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af um 50 ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og eða ávana- og fíkniefna. Meira »

Verður vonandi bara skammtímavandamál

10:05 Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er enn þá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snögga leysingu í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »