Dómur MDE ný tegund óskapnaðar

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu. Ljós­mynd/​ECHR

„Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE [Mannréttindadómstóls Evrópu] sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“

Þetta segir Arnar Þór Jónsson héraðsdómari í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann gagnrýnir harðlega nýgenginn dóm MDE um skipan landsréttardómara.

Arnar Þór segir meirihluta MDE hafa sýnt stjórnskipulegri valdtemprun hér á landi lítilsvirðingu. Niðurstaðan hafi sett íslenskt réttarkerfi í algjört uppnám og að öllu óbreyttu muni eftirskjálftarnir vara lengi. ,,Enn alvarlegri tel ég þó þá staðreynd að hér hefur erlendur dómstóll tekið fram fyrir hendurnar á lögmætum handhöfum íslensks ríkisvalds,“ segir m.a. í greininni. Úrlausn MDE megi jafna til þess að dómstóllinn ýti til hliðar stjórnskipunarhefðum sem hafa verið öldum saman í mótun. Með því megi segja „að MDE taki sér æðsta (og ótemprað) vald yfir lögum, stjórnmálum og lagaframkvæmd á Íslandi,“ segir Arnar Þór í grein sinni.

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert