Fremur hvasst á landinu

Veðurstofa Íslands.

Suðvestanátt í dag, víða 10-15 m/s og bætir heldur í vind síðdegis. Skúrir eða él, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Allhvöss eða hvöss suðvestanátt á morgun, jafnvel stormur norðvestan til á landinu annað kvöld. Léttskýjað austanlands, annars él og hiti kringum frostmark. 

Hægari vindur á fimmtudag og áfram él, en þurrt og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi.

Veðurhorfur næstu daga

Suðvestan 10-15 og skúrir eða él, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig. Bætir í vind síðdegis, víða 13-18 m/s í kvöld. Suðvestan 13-20 og él á morgun, en þurrt A-lands. Hiti kringum frostmark. Suðvestan 18-25 m/s NV-til á landinu seint annað kvöld.

Á miðvikudag:

Suðvestan 8-15 m/s, en 15-23 NV-til fram eftir degi. Þurrt og bjart veður A-lands, annars él. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina. 

Á fimmtudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað NA-lands. Hiti breytist lítið. 

Á föstudag:
Sunnan 8-13 og slydda eða snjókoma með köflum, en þurrt NA-lands. Hiti kringum frostmark. Vaxandi vestanátt um kvöldið. 

Á laugardag:
Vestlæg átt og él, en léttir til A-lands. Hiti nálægt frostmarki að deginum. 

Á sunnudag:
Snýst í norðaustanátt með snjókomu eða éljum á N- og A-landi, frost 0 til 5 stig. 

Á mánudag:
Útlit fyrir austanátt með éljum A-lands og við S-ströndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert