„Þetta verður gert almennilega“

Framkvæmdir eru hafnar í Breiðholtsskóla.
Framkvæmdir eru hafnar í Breiðholtsskóla. mbl.is/Hari

„Við fögnum þessum framkvæmdum. Það var kominn tími á viðhald enda húsnæði skólans gamalt. Við lítum á þetta sem tækifæri fyrir okkur því þetta verður gert almennilega. Við fáum allt nýtt,“ segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, skólastjóri Breiðholtsskóla, um framkvæmdir við skólann. 

Einni álmu með átta kennslustofum hefur verið lokað og framkvæmdir eru þegar hafnar. Þar kom í ljós leki í útvegg meðal annars meðfram glugga. Álman verður að mestu endurnýjuð. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í haust um leið og skólastarf hefst að nýju.  

Allir nemendur sem voru í þessum skólastofum voru fluttir annað innan skólans, meðal annars á bókasafnið og á frístundaheimilið svo fátt eitt sé nefnt. Skólastarfið raskast því ekki. „Það fer mjög vel um nemendurna,“ segir Ásta.

Starfsfólk kvartaði við Vinnueftirlitið

Starfsfólk skólans hafði sent Vinnueftirlitinu athugasemdir vegna loftgæða. Eftir fund sem haldinn var 16. nóvember í fyrra var ákveðið að fela Mannviti mælingar á loftgæðum í húsinu. Mannvit fór í tvær skoðunarferðir í skólann og tók ryk og efnissýni í bæði skiptin. Fyrri skoðunarferðin var 19. nóvember og sú seinni 8. janúar 2019.

Í efnissýni úr kennslustofu 2 kemur fram, í túlkun Mannvits á greiningum Náttúrufræðistofnunar Íslands, að þar hafi „[f]undist vísbendingar um ástand sem full ástæða er til að bregðast strax við“. Þetta kemur fram í minnisblaði Mannvits. 

„Daginn eftir að við fengum niðurstöðu úr sýnatökunni hófumst við strax handa,“ segir Ásta. Kennslustofu 2 í austurálmunni sem kom verst út var strax lokað og nemendur færðir til. Ekki kom til greina að halda kennslu áfram í þeirri stofu, að sögn Ástu. 

„Við höfum þurft að taka vel til enda kominn tími á það. Við erum ekki með staðfesta niðurstöðu um að mygla sé vandinn en ákváðum samt að meðhöndla þetta eins og það væri þannig,“ segir Ásta spurð hvort hlutum innan úr þessum kennslustofum verði fargað. 

Myglusveppir og sveppaþræðir á skrifstofu og í móttöku

Í niðurstöðum á tveimur ryksýnum í móttöku og á skrifstofu aðstoðarskólastjóra fundust myglusveppir og sveppaþræðir. Þetta kemur fram í rannsókn Náttúrufræðistofnunar Íslands á sex sýnum í Breiðholtsskóla sem voru tekin úr fyrri skoðunarferðinni.

Ekki fengust niðurstöður rannsóknar Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnum úr Breiðholtsskóla í seinni skoðunarferðinni. Í þeirri ferð voru tekin sýni úr álmunni sem búið er að loka.     

Áætlað er að framkvæmdum ljúki við Breiðholtsskóla í haust.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki við Breiðholtsskóla í haust. mbl.is/Hari
Ásta Bjarney Elíasdóttir, skólastjóri Breiðholtsskóla.
Ásta Bjarney Elíasdóttir, skólastjóri Breiðholtsskóla. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Innlent »

Utanlandsferðum fjölgar

10:15 Hlutfall íslendinga sem ferðast erlendis hefur farið stigvaxandi frá árinu 2009 þegar aðeins 44% Íslendinga fóru í utanlandsferð, en árið 2018 ferðuðust 83% landsmanna erlendis og var meðalfjöldi utanlandsferða 2,8. Meira »

50 undir áhrifum vímuefna

10:10 Yfir páskahelgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af um 50 ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og eða ávana- og fíkniefna. Meira »

Verður vonandi bara skammtímavandamál

10:05 Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er enn þá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snögga leysingu í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »
- íbúð til leigu.
Lítil íbúð til leigu í Biskupstungum, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Verð 40þús ...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...