Lækkun íbúðaverðs milli mánaða ekki meiri frá 2010

Fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1% milli janúar og febrúar …
Fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1% milli janúar og febrúar og sérbýli ögn meira eða um 1,2%. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,0% í febrúar samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Er þetta er mesta lækkun sem hefur sést milli mánaða síðan í desember 2010, þegar íbúðaverð lækkaði um 1,2% milli mánaða að því er fram kemur í frétt sem birt er á vef Íbúðalánasjóðs.

Vísitala íbúðaverðs mælir breytingu á íbúðaverði samkvæmt þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu hverju sinni.

Árshækkun íbúðaverðs mælist nú 3,7% og er það minnsta 12 mánaða hækkun sem hefur mælst síðan í maí árið 2011. Lækkaði fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu um 1% milli janúar og febrúar og sérbýli ögn meira eða um 1,2%.

Kort/Íbúðalánasjóður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert