Skoði að hafa frítt í strætó á „gráum dögum“

Samþykkt var í borgarstjórn í dag að vísa tillögum Sjálfstæðisflokksins …
Samþykkt var í borgarstjórn í dag að vísa tillögum Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir í loftgæðamálum til frekari úrvinnslu. mbl.is/Kristinn

Samþykkt var einróma á fundi borgarstjórnar í dag að vísa tillögum Sjálfstæðisflokksins um aðgerðaáætlun í loftgæðamálum til umhverfis- og heilbrigðisráðs til frekari útfærslu. Skoða á meðal annars að hafa frítt í strætó á „gráum dögum“ auka þvott gatna og að nýta affallsvatn til upphitunar göngustíga.

Þá segir í tillögunni að nauðsynlegt sé að koma á stefnumörkun í málaflokknum svo hægt sé að framfylgja fyrri samþykkt borgarstjórnar um að stefnt skuli að því að tryggja að svifryk fari ekki yfir heilsuverndarmörk.

„Það er ekki nægjanlegt að biðja fólk um að vera innandyra, við gerum meiri kröfur til hreinleika Reykjavíkurborgar,“ er haft eftir Eyþóri Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í fréttatilkynningu.

Eyþór segist ánægður með ákvörðun borgarstjórnar, enda sé brýn þörf á aðgerðum sem takmarka svifryksmengun.

Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, kvaðst ánægður með ákvörðun borgarstjórnar í …
Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, kvaðst ánægður með ákvörðun borgarstjórnar í dag. mbl.is/Hari

Frítt í strætó á gráum dögum

Tillagan sem um ræðir er í fimm liðum. Í fyrsta lagi er um að ræða bætt efnisval hvað varðar sand, salt og malbik. Í öðru lagi er lagt til að þrif verði aukin á helstu umferðaræðum borgarinnar með sópun, þvotti og rykbindingu.

Einnig er lagt til að frítt verði í strætó á svokölluðum „gráum dögum“ og að þá daga verði sömuleiðis settar takmarkanir á þungaflutninga með efni sem valda svifryksmengun. Jafnframt að dregið verði úr notkun nagladekkja og íbúum í fjölbýlishúsum verði auðveldað að hlaða rafknúin ökutæki.

Þá leggja borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins einnig til að affallsvatn verði í auknum mæli nýtt til þess að hita upp göngu- og hjólastíga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert