Bílstjórar utan Eflingar aki á föstudag

Þeir bílstjórar Gray Line sem ekki eru í Eflingu munu ...
Þeir bílstjórar Gray Line sem ekki eru í Eflingu munu ekki leggja niður störf á föstudag, segir stjórnarformaður fyrirtækisins.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stéttarfélags, sendi í gær skeyti til forsvarsmanna hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði Eflingar vegna sólarhringsverkfalls hópbifreiðastjóra, sem verður á föstudaginn. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir að hótunartónn sé í bréfinu og að formaður Eflingar fari fram með rangindi.

Í skeyti Eflingar segir meðal annars að hópbifreiðastjórar sem greiði í önnur stéttarfélög en Eflingu og hafi ekki gildan kjarasamning um störf hópbifreiðastjóra, geri það „á eigin ábyrgð“ og að þeir séu ekki undanþegnir verkfallsboðuninni, þar sem samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA skulu allir hópbifreiðastjórar sem hafa starfsstöð á félagssvæði Eflingar „vera í félaginu og hlíta í öllum atriðum löglega teknum ákvörðunum félagsins, þar með talið um verkfall“.

Þórir segir að honum þyki „túlkanir formanns Eflingar á félagafrelsinu ganga ansi langt“. Hann segir það ekki svo að Efling „geti tekið yfir landslög og neytt launþega sem ekki eru í Eflingu til þess að fara í verkfall með kollegum sínum í Eflingu“ þegar þeir sjálfir séu í öðrum stéttarfélögum og hafi „enga aðkomu að þessu verkfalli með einum eða neinum hætti“.

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line.
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line.

Hann segir að þeir fáu bílstjórar Gray Line sem ekki eru í Eflingu muni keyra á föstudaginn og ganga í sín störf eins og venjulega. Segist Þórir handviss um að það sé lögmætt og vísar til þess að dómar hafi fallið um þetta efni í Félagsdómi.

„Ég er búinn að vera í þessum atvinnurekstri í yfir 30 ár og tel mig nú alveg vita hverjir mega keyra og hverjir ekki,“ segir Þórir.

„Þetta eru ekkert margir starfsmenn, en málið er það að félagafrelsi er tilfinningamál viðkomandi manna og menn vilja halda tryggð við þau félög sem þeir eru í. Stéttarfélög í dag eru líka orðin að einhverju leyti ákveðnir fríðindaklúbbar, menn vinna sér inn ákveðin réttindi og vilja halda í þau og taka þá þátt í störfum í sínu stéttarfélagi. Það er ekkert hægt að taka það af mönnum,“ segir Þórir.

Efling hóti bæði bílstjórum og fyrirtækjum

Í skeyti Eflingar segir einnig að óheimilt sé að láta „eintaklinga aðra en forstjóra fyrirtækis á svæði verkfallsboðunar ganga í störf félagsmanna í verkfalli“. Þannig sé ekki heimilt að láta stjórnendur eða eigendur sem hafa réttindi til þess að keyra hópbifreiðar, ganga í störf þeirra sem verða í verkfalli.

„Það er alveg ný túlkun,“ segir Þórir og bætir við: „Það sem hægt er að lesa út úr þessu bréfi, því miður, er að þau eru að hóta bílstjórum, sem er ekki gott og þau eru að hóta fyrirtækjunum, sem er ekki gott. Ef að menn telja að það sé verið að brjóta lög þá er bara eðlilegt að menn skrái það niður og það fari bara dómstólaleiðina. Það er rétta leiðin til að skera úr um einhvern vafa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Opnað að Dettifossi

10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »

Jóhann framkvæmdastjóri Keilis

09:06 Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf. Meira »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 23. apríl. Fréttaþjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir páskana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Meira »

Ágætt færi í brekkum víða um land

05:30 Víða á landinu viðraði ágætlega til skíðaiðkunar í gær á föstudaginn langa. Fyrir norðan, austan og vestan voru brekkur opnar og var talað um hið besta vorfæri á vefjum skíðasvæðanna. Höfuðborgarbúar sátu þó eftir, því Bláfjöllum og Skálafelli hefur þegar verið lokað þennan veturinn. Meira »

Víkurgarður til ríkissaksóknara

05:30 Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur með bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hrl. til ríkissaksóknara lagt fram kæru á hendur þeim sem hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdum í Víkurkirkjugarði og forsvarsmönnum framkvæmdaraðila, Lindarvatns ehf., fyrir að hafa raskað grafarhelgi. Meira »

Kjósi um lífskjörin í símanum

05:30 „Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og engir hnökrar á þessu,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), um kosningakerfið Valmund, sem Advania hefur þróað. Meira »

Leita atbeina dómstóla

05:30 Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotu sem fyrirtækið kyrrsetti hinn 28. mars síðastliðinn til tryggingar nærri tveggja milljarða skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll. Meira »

Fjórði dýrasti bjórinn á Íslandi

05:30 Bjór á Íslandi er sá fjórði dýrasti í heimi. Hér kostar stór bjór að meðaltali 1.258 krónur, andvirði 8,03 sterlingspunda.   Meira »

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

Í gær, 19:45 Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu. Meira »

Þrír unnu 92 milljónir króna

Í gær, 19:25 Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Meira »

Fer eigin leiðir í veikindunum

Í gær, 18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

Í gær, 16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »
Bensínhjólbörur
Eigum til bensínhjólbörur með 7.5hp Briggs & Stratton, Drif á öllum, 4 gírar á...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...