Hvessir hressilega síðdegis

mbl.isStyrmir Kári

Um norðvestanvert landið versnar veður umtalsvert síðdegis þegar vindröst með suðvestanstormi gengur á land. Spáð er 20-25 m/s á fjallvegum Vestfjarða og á Þverárfjalli, en 17-20 á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. 

Gul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum og við Breiðafjörð en búast má við lélegu skyggni á þessum slóðum. „Gengur á með dimmum éljahryðjum og skafrenningi, einkum á fjallvegum. Getur valdið samgöngutruflunum,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert