Íslenskt prjónafólk fjölmennir til Edinborgar

Íslenskt prjónafólk heldur betur skrautlega búið í prjónuðum flíkum, hvað …
Íslenskt prjónafólk heldur betur skrautlega búið í prjónuðum flíkum, hvað annað, á hátíðinni á síðasta ári. Ljósmynd/Úr einkasafni

Nærri 400 manns frá Íslandi – að stærstum hluta konur – eru nú komin til Skotlands á prjónahátíðina Edinburgh Yarn Festival. Um 3.000 manns taka þátt í hátíðinni sem haldin er árlega.

Formleg dagskrá stendur yfir frá morgundeginum, 21. mars, fram á laugardag og í boði verður kynning á nýjum stefnum og straumum í prjónaskap og hekli; mynstrum, uppskriftum og öðru slíku. Verða margir framleiðendur á garni með sölubása á svæðinu. Einnig verður efnt til fyrirlestra og pallborðsumræðna um prjónaskap almennt.

Menningin sé sýnilegri

„Í prjónamenningu veraldarinnar er fjölbreytileikinn ráðandi hvað varðar efni, aðferðir og annað,“ segir Linda Björk Eiríksdóttir í Reykjavík sem er einn íslensku gestanna á Edinborgarhátíðinni.

Sjá umfjöllun um förina á prjónahátíðina í Edinborg í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert