Mótmæla virkjun í Tungudal

Tungudalsvatn. Tungudalur gengur inn af Stíflu í Fljótum. Yfirborð vatnsins ...
Tungudalsvatn. Tungudalur gengur inn af Stíflu í Fljótum. Yfirborð vatnsins í dalnum mun hækka um 8 metra gangi virkjunaráformin eftir. Ljósmynd/Sóley Ólafsdóttir

Rafræn undirskriftasöfnun hefur staðið yfir á netinu meðal Fljótamanna til að mótmæla áformum Orkusölunnar, dótturfélags RARIK, um Tungudalsvirkjun í Fljótum. Til stendur að ljúka söfnuninni á miðnætti í kvöld og afhenda undirskriftirnar í næstu viku.

Síðdegis í gær voru komnar um 550 undirskriftir en slóð á söfnunina hefur verið á Facebook-hópnum „Við erum ættuð úr Fljótunum“. Sjálf söfnunin fer fram er á vefnum change.org.

Orkusalan hélt íbúafund í Fljótunum á dögunum, þar sem áformin voru kynnt. Boðað var til fundarins með skömmum fyrirvara og fór það illa í marga heimamenn, samkvæmt upplýsingum blaðsins og fór fundurinn fram á miðjum virkum degi.

Vatnið hækkar um 8 metra

Meðal þess sem kom fram í kynningu Orkusölunnar var að yfirborð Tungudalsvatns mundi hækka um allt að 8 metra. Flatarmál vatnsins myndi fara úr 19 í 32,5 hektara. Ekki voru settar fram kostnaðartölur um framkvæmdina en tekið fram að árlegar tekjur af virkjuninni gætu orðið 50-70 milljónir króna. Uppsett afl virkjunarinnar yrði 1,6-2,2MW en vatnsréttindin tilheyra jörðinni Tungu, sem er í eigu ríkisins. Þar eru nú sumarbústaðir í leigulandi.

Rennslismælingar eru hafnar við útrennsli Tungudalsvatns og munu þær standa yfir í minnst tvö ár. Verða þær mælingar bornar saman við rennsli til Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum, sem Orkusalan rekur í dag. Einnig kom fram í kynningunni að byggja þyrfti upp vegslóða við Stíflu og brúa Stífluá. Með þessum framkvæmdum myndi aðgengi upp Tungudal batna fyrir bændur og ferðamenn.

Birgir Gunnarsson, landeigandi Gautastaða í Stíflu og forstjóri Reykjalundar, hefur í grein í Morgunblaðinu vakið athygli á virkjunaráformum Orkusölunnar og gagnrýnt þær. Hann sagði í samtali við blaðið í gær að undirskriftirnar hefðu gengið vonum framar og kominn tími á að afhenda þær, til að undirstrika hver hugur Fljótamanna væri.

Hann segist eiga erfitt með að sjá hvaða hag Orkusalan hafi af framkvæmdinni. Um sé að ræða gríðarmikla fjárfestingu og 50-70 milljóna króna tekjur geti vart talist miklar í stóra samhenginu.

„Þessi virkjun getur aldrei borgað sig og þá spyr maður sig hvað búi að baki,“ segir Birgir og veltir fyrir sér hvort einhver stór kaupandi að orkunni sé ekki búinn að stíga fram.

Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir: „Við núverandi og fyrrverandi íbúar og landeigendur í Fljótum, og aðrir velunnarar, mótmælum harðlega hvers konar áformum um virkjun Tungudalsár í Fljótum með tilheyrandi vegaframkvæmdum og óafturkræfu jarðraski. Tungudalurinn sem er hliðardalur úr Stíflu er með fallegustu dölum Skagafjarðar, ósnortinn að mestu, og vinsælt útivistarsvæði. Áformuð virkjun mun ekki aðeins eyðileggja fallegan dal heldur á hún aðeins að skila 1-2 MW sem er varla ómaksins vert og mun ekki leiða til nokkurrar atvinnusköpunar í Fljótum.

Við undirrituð teljum það með öllu óásættanlegt að Tungudal sé raskað. Við krefjumst þess að Orkusalan dragi strax til baka hvers konar áform um Tungudalsvirkjun í Fljótum.“

Fulltrúar Orkusölunnar komu nýverið á fund byggðaráðs Skagafjarðar til að kynna fyrirhuguð áform í Fljótum. Í bókun um málið segir byggðaráð ljóst að meta þurfi áhrif slíkrar framkvæmdar fyrir Fljótin og Skagafjörð. „Ljóst er að afla þarf frekari gagna og fara í meiri rannsóknarvinnu á svæðinu ætli forsvarsmenn þessa verkefnis að halda áfram með það,“ segir byggðaráð enn fremur.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

07:17 Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 20. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12. Meira »

30 barna leitað í 65 skipti

05:30 Færri leitarbeiðnir vegna týndra barna hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ár en á sama tíma í fyrra.  Meira »

Umferðin á uppleið

05:30 Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir það sæta tíðindum að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið meiri en sumarmánuðina 2016. Meira »

Huga að brunavörnum í Hallgrímskirkju

05:30 Hafist verður handa við að skipta um lyftu í Hallgrímskirkjuturni eftir páska.   Meira »

Verslun muni eflast

05:30 „Það hefur alltaf komið upp háreysti þegar verslunargötum með bílaumferð er breytt í göngugötur, en það hefur aftur á móti sýnt sig í hverri einustu borg þar sem það hefur verið gert að menn vilja ekki snúa aftur til fyrra horfs,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Meira »

Færri senda skilaboð undir stýri

05:30 Á meðan æ færri framhaldsskólanemar viðurkenna í könnunum að tala óhandfrjálst í símann undir stýri, fjölgar þeim sem segjast nota símann í að leita að upplýsingum í miðjum akstri. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Einstakt vortilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...