Ofbeldisbrot ekki færri síðan í júní 2017

Ofbeldi gagnvart lögreglumönnum jókst á milli mánaða.
Ofbeldi gagnvart lögreglumönnum jókst á milli mánaða. mbl.is/Eggert

Hegningarlagabrotum fækkaði töluvert í febrúar miðað við meðalfjölda síðastliðna sex og 12 mánuði á undan, en alls voru 536 hegningarlagabrot skráð hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynningum um þjófnaði, nytjastuld ökutækja, eignaspjöll og ölvun við akstur fækkaði á milli mánaða og tilkynningum um allar tegundir innbrota fækkaði nema í ökutæki. Tilkynntum ofbeldisbrotum fækkaði í febrúar miðað við síðustu mánuði á undan og hafa skráð ofbeldisbrot ekki verið færri síðan í júní 2017.

Ofbeldi gagnvart lögreglumönnum jókst hins vegar á milli mánaða, en í febrúar voru skráð átta tilvik til samanburðar við eitt atvik í janúar.

Þetta, ásamt fleiru, kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert