Pakkið mun sigrað

Gagnrýnanda Morgunblaðsins finnst leikmynd Ilmar Stefánsdóttur stórkostleg.
Gagnrýnanda Morgunblaðsins finnst leikmynd Ilmar Stefánsdóttur stórkostleg. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

„Matthildur er þrekvirki af því taginu sem Borgarleikhúsið er komið með einstakt lag á að gera vel. Það er heitt hjarta í sýningunni sem hverfur ekki í hávaðanum, orðaflaumnum, tæknibrellunum og endalausri hugkvæminni og örlætinu við smáatriðanostrið,“ skrifar Þorgeir Tryggvason í leikdómi sínum um söngleikinn Matthildi í uppfærslu Borgarleikhússins sem birtur er í Morgunblaðinu í dag. Hann gefur uppfærslunni fjórar stjörnur. 

„Verkið sjálft er hinsvegar gallagripur, það vantar í það meiri dramatískan skriðþunga, alvöru þroskabrautir fyrir helstu persónur og mögulega aðeins færri nótur og orð. Engu að síður mikil skemmtun og hrífandi kvöldstund,“ segir í leikdómnum. 

Björgvin Franz Gíslason fer með hlutverk skólastýrunnar Karítasar Mínherfu sem ...
Björgvin Franz Gíslason fer með hlutverk skólastýrunnar Karítasar Mínherfu sem leikstjóri uppfærslunnar lýsir sem morðinga sem pyntar börn. Gagnrýnandi Morgunblaðsins hefði viljað sjá Björgvin Franz gefa sér lausari taum í hlutverkinu og smjatta á illfyglinu. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Þar segir einnig: „Það er reyndar eitt af því sem gerir þessa þriggja tíma setu í stóra sal Borgarleikhússins jafn áhrifaríka og raun ber vitni hvað vel tekst að varðveita mennsku og trúverðugleika persónanna þrátt fyrir að bæði persónusköpun og hegðunar- og hreyfingamynstur sé stílfært og einfaldað að ystu mörkum. Allur þessi stóri leikhópur, ungir sem aldnir, og Bergur Þór Ingólfsson auðvitað líka, eiga hrós skilið fyrir þetta.“

Gagnrýnandi Morgunblaðsins fer fögrum orðum um alla sjónræna umgjörð og segir meðal annars: „Það er ekki úr vegi að byrja á að tala um hreint stórkostlega leikmynd Ilmar Stefánsdóttur og þá meðferð sem hún fær í lýsingu Þórðar Orra Péturssonar. Möguleikarnir virðast endalausir, óregluleg formin og urmull smáatriða tryggja að það er alltaf eitthvað óvænt handan við næsta snúning hringsviðsins.“

Rakel Björk Björnsdóttir fer með hlutverk kennslukonunnar Fríðu Hugljúfu og ...
Rakel Björk Björnsdóttir fer með hlutverk kennslukonunnar Fríðu Hugljúfu og á frumsýningunni fór Ísabel Dís Sheehan með hlutverk Matthildar. Gagnrýnandi hreifst af frammistöðu þeirra beggja og segir söngrödd Rakelar Bjarkar bræða hvert hjarta. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Hann hrósar einnig þýðingu verksins, tónlistarflutningnum og frammistöðu leikhópsins. „Ísabel Dís Sheehan fór með titilhlutverkið á frumsýningunni og var framúrskarandi sannfærandi í leik, dansi og söng, ekki síst í stórum og krefjandi söngnúmerum sínum.“

Rýnir telur pakkið í fjölskyldu Matthildar vel skipað. „Það gustar af Birni Stefánssyni í hlutverki hins glórulausa pabba, Sölvi Viggósson Dýrfjörð var dásamlegur gleðigjafi þrátt fyrir algert aðgerðaleysi. Senuþjófurinn í fjölskyldunni er samt mamman yfirgengilega og Vala Kristín Eiríksdóttir fór á miklum og morðfyndnum kostum, ekki síst í glæstu dansatriði með Þorleifi Einarssyni,“ segir í leikdómnum sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu í dag, en þar er farið yfir frammistöðu annarra í burðarhlutverkum. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Utanlandsferðum fjölgar

10:15 Hlutfall íslendinga sem ferðast erlendis hefur farið stigvaxandi frá árinu 2009 þegar aðeins 44% Íslendinga fóru í utanlandsferð, en árið 2018 ferðuðust 83% landsmanna erlendis og var meðalfjöldi utanlandsferða 2,8. Meira »

50 undir áhrifum vímuefna

10:10 Yfir páskahelgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af um 50 ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og eða ávana- og fíkniefna. Meira »

Verður vonandi bara skammtímavandamál

10:05 Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er enn þá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snögga leysingu í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor. Taka allt að 100mm greinar. Upp...
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...