Ragnar Þór nýr formaður LÍV

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nú einnig formaður LÍV.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nú einnig formaður LÍV. mbl.is/Hari

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var kjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) á fundi sambandsins sem fram fór í hádeginu í dag. RÚV greinir frá.

Guðbrandur Einarsson sagði af sér sem formaður í morgun, eftir sex ár á formannsstóli, en hann sagði „verulegan meiningarmun“ vera á milli sín og forsvarsmanna VR um það hvernig ætti að nálgast kjarasamningsviðræðurnar sem standa yfir.

Í samtali við mbl.is eftir að hafa hætt sem formaður sagði Guðbrandur að hann hefði talið sig vera „kominn með góðan grunn“ til þess að klára kjarasamning fyrir verslunarmenn, aðra en þá sem væru í VR.

Tólf versl­un­ar­manna­fé­lög og deild­ir versl­un­ar­manna víðs veg­ar á land­inu með um 35.000 full­gilda fé­lags­menn eru inn­an vé­banda LÍV. Þeirra á meðal og lang­stærst er VR.

Guðbrandur Einarsson sagði skilið við formannsstólinn í morgun.
Guðbrandur Einarsson sagði skilið við formannsstólinn í morgun. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert