SGS svarar Aðalsteini

Flosi Eiríksson, til hægri, framkvæmdastjóri SGS.
Flosi Eiríksson, til hægri, framkvæmdastjóri SGS. mbl.is/Eggert

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands segir Framsýn stéttarfélag hafa borið SGS þungum sökum í kjölfar ákvörðunar um að afturkalla samningsumboð sitt frá SGS. Hafnar samningsnefndin þessum ásökunum og segir miður að vera borin þungum sökum af félögum sínum.

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, sagði í samtali við mbl.is, eftir að tilkynnt var um afturköllunina, að Framsýn hefði alfarið hafnað vinnutímabreytingum sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram í viðræðum við verkalýðsforystuna. Bætti hann við að slíkar hugmyndir væru kjaraskerðing. „Því miður er það þannig að inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar hafa verið ein­stak­ling­ar sem hafa viljað skoða þetta, en maður átt­ar sig ekki á því. Þetta er bara bullandi kjara­skerðing fyr­ir fólk að skera niður yf­ir­vinnu­tíma og lengja dag­vinnu­tíma,“ sagði Aðal­steinn.

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar.
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. Hafþór Hreiðarsson

Í yfirlýsingu SGS í dag segir að hvert félag hafi forræði á sínum málum, en að það sé „miður að í tengslum við þessa samþykkt þurfi að bera félaga sína þungum sökum. Samninganefnd Starfgreinasambandsins mun aldrei taka þátt í því að semja um að rýra kjör okkar fólks, hvort sem það l[ý]tur að vinnutíma, álagsgreið[slum] eða [öðrum] þátt[um]. Í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hefur þessi afstaða komið fram með mjög sterkum og afdráttarlausum hætti og samninganefndarmönnum á að vera það algerlega ljóst. Það má minna á að Starfsgreinasambandið sleit viðræðum við SA vegna þessara þátta. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins mun ekki standa í skeytasendingum við félaga sína í fjölmiðlum. Verkefni okkar er að ná samningum um bætt kjör okkar fólks, við einbeittum okkur að því í samhljómi við félaga okkar í Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og  Grindavíkur.“

Undir yfirlýsinguna skrifar Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert