Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hallur

Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt.

Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar.

„Stjórn Lögmannafélags Íslands beinir því til stjórnvalda að leysa úr þeirri réttar­óvissu sem leitt hefur af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli nr. 26374/18. Jafnframt að ákvörðun um málskot til yfirdeildar mannréttindadómstólsins verði ekki tekin nema að undangengnu ítarlegu faglegu mati,“ segir í ályktuninni.

Þar segir einnig að komi til málskots telur stjórnin mikilvægt að á sama tíma verði gripið til annarra ráðstafana sem miði að því að tryggja skilvirkni Landsréttar sem framast er kostur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert