Sund eða svefn?

Sundfólk æfir gjarnan snemma.
Sundfólk æfir gjarnan snemma. Ljósmynd/Getty Images

Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en jafnaldrar þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna sem jafnframt er sú fyrsta sem gerð er á Íslandi á þessum aldurshópi. Sigríður Lára Guðmundsdóttir, dósent í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á fundi um svefn og íþróttir hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) í dag.

Í rannsókninni var svefn 108 einstaklinga á aldrinum 10 til 24 ára skoðaður í viku. Á því tímabili voru morgunæfingar nokkrum sinnum í viku á virkum dögum kl. 5:30 og seinna um helgar. Hópnum var skipt í tvennt, 16 ára og eldri en 16 ára.

Þegar sundæfingar voru eldsnemma að morgni mældist svefn allra hópa marktækt skemmri en ef æfingar hófust eftir klukkan 7. Næturnar í aðdraganda snemmmorgunæfinga sváfu þau rétt rúmar fimm klukkustundir en yngri en 16 ára sváfu í fimm og hálfa klukkustund. Eftir því sem þau fóru á fleiri morgunæfingar í viku styttist meðalsvefntími yfir vikuna. Þrátt fyrir að sofa lengur um helgar náðu þau ekki upp ráðlögðum meðalsvefntíma. Þau eru langt undir þeim viðmiðum sem embætti landlæknis og Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hafa gefið út, að sögn Sigríðar.

Svefnþörf er einstaklingsbundin en alla jafna er talað um að unglingar þurfi 9 tíma svefn og mælt er með 7-10 tíma svefni fyrir íþróttafólk.

„Þetta kemur á óvart því maður taldi að þeir sem hreyfa sig mikið þurfi að sofa meira til að ná góðri endurheimt. Þetta er mjög umhugsunarvert. Bæði út frá heilsufarssjónarmiðum, almennri líðan þeirra í skóla og daglegu lífi og auðvitað hvað varðar frammistöðu á æfingum og í keppni. Maður spyr sig hvað færðu mikið út úr sundæfingu snemma að morgni þegar þú hefur sofið í fimm tíma og ert 13 ára og átt skóladaginn eftir,“ segir Sigríður.

Sigríður Lára Guðmundsdóttir segir þau börn sem æfa sund vera ...
Sigríður Lára Guðmundsdóttir segir þau börn sem æfa sund vera langt undir þeim svefnviðmiðum sem embætti landlæknis og Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hafa gefið út. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil sveifla á svefninum

Hún bendir á að það er mikill breytileiki á svefntíma þessa hóps. Suma morgna vakna þau klukkan fimm eða sjö og stundum klukkan 10 um helgar. Jafnvel er hægt að tala um þotuþreytu (e. jet lag) vegna mikilla sveiflna á svefninum.

Á síðustu árum hafa rannsakendur beint sjónum í auknum mæli að svefni og svefnvenjum og eru farnir að rannsaka hvaða áhrif lítill svefn hefur á heilsuna, að sögn Sigríðar.

Hvað er best fyrir börnin?

Niðurstaða rannsóknarinnar vekur upp margar spurningar sem vert er að velta upp og fá frekari umræðu innan sundsamfélagsins, segir Sigríður. „Við þurfum að ræða um hvað er best fyrir börnin. Þau eru metnaðargjörn og vilja ná langt en fæst virðast hafa þann aga sem þarf til að fara nógu snemma að sofa til að ná nægum svefni. Þá er spurning hvort þau séu kannski betur sett að fækka æfingunum og þá fá þau kannski meira út úr hverri og einni,“ spyr Sigríður.

Fyrri rannsóknir á tengslum svefnleysis og frammistöðu í íþróttum sýna að þegar fólk sefur lítið hefur það áhrif á skap og til dæmis minnkar öll taugalífeðlisfræðifærni, hámarksstyrkur og -þol minnkar, andleg skerpa og minni dalar og svo mætti lengi telja.

„Eftir því sem lengra líður frá helgi sést að frammistaða íþróttafólks dala og þau upplifa að allt verður erfiðara þegar líður á vikuna,“ segir Sigríður sem vonar að rannsóknin muni efla umræðu innan sundsamfélagsins.

mbl.is

Innlent »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »

Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

15:54 Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur. Meira »

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

15:31 Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika hefur verið kjörin nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Niðurstöður kosninga til stjórna félagsins voru kynntar á aðalfundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira »
Vetur í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...