Varað við holum í malbiki á Hellisheiði

Malbikað í holur á vegi.
Malbikað í holur á vegi. mbl.is/​Hari

Vegfarendur um Hellisheiði ættu að varast holur sem hafa myndast í vegum þar að undanförnu. Holur koma gjarnan í ljós í malbiki á þessum árstíma, bæði í þéttbýli og á þjóðvegum landsins.

Þetta gerist jafnan þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda. Holur sem þessar geta haft mikla hættu í för með sér, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Holur hafa myndast uppá Hellisheiði undir línunni á einbreiða kaflanum í átt til Reykjavíkur. Vegagerðin veit af þessu. Endilega látið fólk vita sem á leið í bæinn svo það verði engin tjón á fólki né bílum,“ segir í orðsendingu Páls Bárðarsonar til íbúa á Selfossi á Facebook.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert