Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

Allt kvef er smitandi, líka það sem kemur í augu. ...
Allt kvef er smitandi, líka það sem kemur í augu. Ágerist veikindi er nauðsynlegt að leita aðstoðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit).

Þetta er í langflestum tilvikum hluti einkenna og alveg saklaust. Hvarmabólga er mjög algeng og langoftast hættulaus. Einkenni geta þó verið erfið og stundum getur slímhimna augans vaxið inn á hornhimnuna og valdið vandræðum. Tárubólga (Conjunctivitis) er bólga í slímhúð augans eða augnhvítunni og er ekki alveg það sama. Stundum en sjaldnast er hvarmabólga vegna sjúkdóma eins og flösuexem eða rósroða.

Einkenni tárabólgu eru:

• Graftarkennd útferð úr augum.

• Augun oft límd saman á morgnana

• Roði í slímhúð/augnhvítu

• Pirringur í augum

Einkenni hvarmabólgu geta verið:

• Sviði í augum

• Pirringur í auga eða augum

• Kláði, sérlega ef ofnæmi er til staðar.

• Roði

• Bjúgur á hvörmum

Nýlega birtist í The New York Times grein um gagn eða gagnsleysi augndropa við tárubólgu sem er hefðbundin sýking í augum. Þar er vitnað til greinar sem nýlega hafði birst í Opthalmology, en það er tímarit American academy of opthalmology, sem er ameríska augnlæknafélagið.

Rannsóknin er áhugaverð. Samtals náði hún til 340.372 þátttakenda um öll Bandaríkin á árunum 2001-2014. Undanfari þessarar rannsóknar er sú staðreynd að 80% af tárubólgu (Conjunctivitis) orsakast af veirusýkingu og því ekki meðhöndlanleg með sýklalyfjum, hvorki augndropum né öðrum sýklalyfjum. Aðalhöfundur rannsóknarinnar og greinarinnar er Nakul S. Shekhawat og gerði hann ásamt samstarfsfólki sínu þessa yfirgripsmiklu rannsókn. Í rannsókninni fengu 198.462 manns sýklalyf í augndropaformi og 38.774 sýklalyf blandað í steradropa. Í raun á aldrei eða að minnsta kosti ekki nema í undantekningartilvikum að nota sterablöndur í bráðasýkingum af þessum toga. Í þeim tilvikum geta droparnir gert meira ógagn en gagn.

Bakstrar á augnlok

En hvað er til ráða? Ef hvarmabólga veldur óþægindum má reyna að setja heita bakstra, til dæmis þottapoka, á augnlok eða auga eða þurrka gröftinn með bómull vættri í soðnu eða köldu vatni.

Ef vandinn dregst á langinn eða er mjög erfiður er bara að leita aðstoðar, hvort sem það er á þinni heilsugæslustöð, Læknavaktinni eða á stofum augnlækna.

Táravökvi inniheldur sýkladrepandi eða heftandi efni og læknar því flestar sýkingar af þessum toga. Í verstu tilfellum verður líka að nota sýkladrepandi og bólgueyðandi dropa í augun. Hvarmahreinsun og mýkingu þarf oft að halda áfram vikum og mánuðum saman. Jafnvel ævilangt í verstu tilvikunum en þá alltaf í samráð við sérfræðing í augnsjúkdómum.

Saklaus hluti kvefs

Er þetta smitandi? Allt kvef er smitandi, líka það sem kemur í augu. Hvarmabólga er sjaldnast smitandi en tárubólga stundum. Þetta er þó afar sjaldan til vandræða og líkaminn ræður vel við slíkt kvef án aðstoðar nema í undantekningartilvikum. Táravökvi inniheldur sýkladrepandi eða heftandi efni og læknar því flestar sýkingar af þessum toga

Það er sem sagt mikilvægt að átta sig á því að tárubólga og hvarmabólga er algengur og að jafnaði saklaus hluti kvefs. Besta meðferðin er að sinna augunum af natni með því að þurrka gröftinn með volgum vættum bómullarhnoðra.

Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

Í gær, 19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

Í gær, 18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

Í gær, 18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »