Bíða eftir niðurstöðu efnissýna

Ártúnsskóli.
Ártúnsskóli. Ljósmynd/Aðsend

Beðið er eftir niðurstöðu efnissýna sem tekin voru á fjórum stöðum í Ártúnsskóla vegna gruns um myglu. Þak skólans lekur og einnig hefur verið lekavandamál meðfram gluggum á glervegg. Sýni voru tekin á þessum stöðum í byggingunni. 

„Við bíðum bara eftir niðurstöðunni og ég vona að þetta liggi fyrir fljótlega,” segir Rannveig Andrésdóttir skólastjóri Ártúnsskóla. Sýnin voru tekin fyrir tíu dögum. 

„Maður vill alltaf að fólk njóti vafans. Þetta þarf að vera í lagi. Sérstaklega í ljósi umræðunnar,” segir Rannveig spurð hvort kvartað hafi verið undan húsnæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er verið að vinna að skýrslu um Ártúnsskóla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert