Fundi lokið og verkfall á miðnætti

Fundurinn stóð um það bil 9 klukkustundum lengur en áætlað …
Fundurinn stóð um það bil 9 klukkustundum lengur en áætlað var. mbl.is/Eggert

Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti.

Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is en getur ekki sagt til um hvað fór fram á fundi dagsins vegna fjölmiðlabanns um viðræðurnar. „Það er samtal í gangi,“ segir Ragnar Þór.

Hann segir samtalið munu halda áfram næstu daga.

Fund­ur­inn hófst kl. 10 í morg­un og átti upp­haf­lega aðeins að standa í klukku­stund. Eitt­hvað nýtt virðist hins veg­ar hafa verið lagt fram af hálfu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og stóð fundurinn fram á kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert