Kallað eftir sjálfboðaliðum

Starfsmenn Gufuneskirkjugarðs hafa lokið við að fjarlægja leiðisgreinar en aðeins ...
Starfsmenn Gufuneskirkjugarðs hafa lokið við að fjarlægja leiðisgreinar en aðeins þrír sinna verkinu. Ljósmynd/Helena Sif Þorgeirsdóttir

„Þetta er þessi árlega barátta eftir veturinn. Það fýkur hingað mikið af rusli, einkum frá Egilshöll og byggingarsvæðum í Úlfarsárdal. Mikið af þessu rusli er popppokar, gosglös og alls konar plast tengt framkvæmdum. Svo er auðvitað mikið af kertadósum og öðru dóti sem fýkur af leiðunum.“

Þetta segir Helena Sif Þorgeirsdóttir, garðyrkjuverkstjóri og umsjónarmaður Gufuneskirkjugarðs, í Morgunblaðinu í dag.

Gufuneskirkjugarður er í hjarta Grafarvogshverfis, á milli Húsahverfis og Rimahverfis, og er hann rúmir 30 hektarar að stærð. Þar starfa alls þrír einstaklingar við umhirðu og segir Helena Sif það vera mikið verk að halda svæðinu hreinu. Sökum þessa hefur hún brugðið á það ráð að auglýsa eftir góðhjörtuðum sjálfboðaliðum sem lagt geta starfsmönnum lið, en það gerði Helena Sif nýverið á Facebook-síðunni „Plokk á Íslandi“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »