Orkupakkinn fyrir lok mars

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og mál þeim tengd fyrir þann frest,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við mbl.is í gærkvöldi spurður hvort ríkisstjórnin hygðist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til þess rynni út 30. mars næstkomandi.

Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna funduðu í ráðherrabústaðnum í gær þar sem þriðji orkupakkinn og tengd mál voru rædd og var það framhald af fundi flokkanna um sama mál í nóvember, að sögn ráðherrans. Sagði hann að hann og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra hefðu farið yfir þessi mál með þingflokkunum þremur.

Spurður hvað í þeim fælist sagðist hann ekki geta upplýst á þessu stigi nákvæmlega hvert eðli þeirra mála væri. „Við tókum þessa gagnrýni sem kom fram mjög alvarlega og við höfum verið að nýta tímann til þess að skoða þau mál og meta það. Á þessu stigi er ekki mikið meira um það að segja, annað en það að við frestuðum málinu og höfum verið að skoða það ofan í kjölinn, meðal annars með þeim sem hafa gagnrýnt það harðast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »