Skortir á skilning lækna vegna ófrjósemi

Að sögn Kolbrúnar mæta þær konur sem eru með endómetríósu, ...
Að sögn Kolbrúnar mæta þær konur sem eru með endómetríósu, eða legslímuflakk, enn litlum skilningi lækna er kemur að tæknifrjóvgunum. Ljósmynd/Thinkstock

„Staðan fyrir konur með endómetríósu er ekkert voðalega góð upp á að fá aðstoð við frjósemina,“ segir Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu sem standa fyrir málþingi um endómetríósu og ófrjósemi.

Að sögn Kolbrúnar mæta þær konur sem eru með endómetríósu, eða legslímuflakk, enn litlum skilningi lækna er kemur að tæknifrjóvgunum. „Þar erum við ekki í neitt rosalega góðum málum,“ segir hún. Einungis ein læknastofa á landinu sérhæfi sig í tæknifrjóvgunum. Samkeppnin sé því engin og segir hún samtökin heyra á konum með endómetríósu að þær upplifi að ekki sé hlustað á þær eða tekið með í myndina hvaða sjúkdóm þær eru með.

„Við erum ekki að mæta skilningi lækna hér,“ bætir Kolbrún við.

Legs­límuflakk verður þegar frum­ur úr innra lagi legs­ins fara úr leg­inu við blæðing­ar og setj­ast á yf­ir­borðsþekju á líf­fær­un­um í kviðar­hol­inu. Þetta veld­ur oft mjög mikl­um sam­vöxt­um og vex inn í líf­færi eins og endaþarm eða blöðru, og er ófrjósemi líka einn af fylgifiskum endómetríósu. 

Þurfa sérhæfða frjósemismeðferð

Kolbrún segir rannsóknir erlendis frá sýna fram á að margt við endómetríósuna geti truflað frjósemi og því henti þeim sem með hana eru ekki alltaf hefðbundin tæknifrjóvgum. „Þetta heyrum við frá erlendum sérfræðingum, sem segja  konur með endómetríósu þurfa mjög sérhæfða meðferð, sem jafnframt þarf að vera einstaklingsbundin. Þær eru svo ólíkar og vandamálin ólík,“ segir Kolbrún, en samtökin hafa sent fulltrúa á erlendar ráðstefnur um endómetríósu.

Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, konur nú farnar að ...
Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, konur nú farnar að fá aðstoð vegna endómetríósu yngri en áður. Ljósmynd/Aðsend

Þá þurfi konur með endómetríósu að fara í fjölda rannsókna sem ekki eru gerðar hér heima.

Kolbrún segir líka nokkuð hafa verið um það undanfarin ár að konur með endómetríósu leiti út fyrir landssteinana til að komast í tæknifrjóvgun og hafi þær m.a. farið til Prag í Tékklandi og Aþenu í Grikklandi. „Þar eru þær fara í fleiri rannsóknir, það er hlustað betur á þær og þær ná þá jafnvel betri árangri.“ Segir Kolbrún dæmi um konur sem voru búnar að fara í nokkrar  meðferðir hér heima, en ná svo að verða óléttar eftir 1-2 meðferðir erlendis.

Ófrjósemismeðferðir utan landsteinanna eru hins vegar ekki niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands. „Það er dýrt að fara í meðferð og enn dýrara að fara í meðferð erlendis, þar sem mögulega þarf að vera úti í einhvern tíma.“

Margar sem greinast aldrei

Félagar í Samtökum um endómetríósu eru nú um 220, en Kolbrún hefur ekki nákvæma tölu yfir hve margar konur hér á landi hafa verið greindar með endómetríósu. „Það er talað um 5-10%  og ég veit að á árunum 2001-2015 þá voru rétt yfir 1.300 nýgreiningar. Síðan eru líka margar konur sem greinast aldrei, af því að það er mismundandi hvað einkennin eru mikil,“ segir hún.

Varðandi meðferð við sjúkdóminum sjálfum er aðstaðan hins vegar betri en varðandi ófrjósemisaðgerðir og mun betri en hún var fyrir tíu árum. Endómetríósuteymi er nú starfrækt á  kvennadeild Landspítalans og þar starfa að sögn Kolbrúnar færustu endrómetríósu-læknar landsins. „Þau eru svo að fá tilvísanir frá kvensjúkdómalæknum og heimilislæknum og það er stór breyting frá því sem var,“ segir hún.

„Við erum líka  að sjá það að konur séu yngri að fara inn að fá aðstoð og við vitum jafnvel um tilfelli þar sem stúlkur á grunnskólaaldri eru komnar í eftirlit.“ Þetta segir hún veita ástæðu til bjartsýni því mikilvægt sé að greina stúlkur strax á grunnskólaaldri upp á frjósemina. „Um leið og það er farið að halda blæðingunum niðri, þá valda þær ekki jafn miklum skemmdum.“

Málþingið er haldið í Hringsal Landspítalans við Hringbraut kl. 17 í  dag og er öllum opið. Frekari upplýsingar um endómetríósu og ófrjósemi er svo að finna að vefsíðunum www.endo.is og www.tilvera.is

mbl.is

Innlent »

Orkupakkinn ræddur aðra nóttina í röð

00:01 Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi þar sem fram fer síðari umræða um þriðja orkupakkann svonefnda. Þing­fund­ur hófst klukk­an 13.30. Störf þings­ins voru fyrst á dag­skrá, svo kosn­ing í stjórn Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands og um 14.15 hófst umræða um orkupakk­ann. Meira »

Þristarnir vöktu lukku

Í gær, 23:44 Fjölmargir lögðu leið sína á Reykjavíkurflugvöll í kvöld til að skoða fimm þristavélar, DC-3 og C-47 flugvélar, frá Bandaríkjunum. Vélarnar voru til sýnis á vellinum í kvöld og segir Stefán Smári Kristinsson flugrekstrarstjóri að um einstakt tækifæri hafi verið að ræða. Meira »

Eldur í bifreið í Salahverfi

Í gær, 23:18 Eldur kom upp í bifreið í Salahverfi í Kópavogi á áttunda tímanum í kvöld. Bifreiðin var mannlaus en íbúar í hverfinu voru fljótir að bregðast við og notuðu garðslöngu til að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Áskorendaleikur í plokki gefst vel

Í gær, 22:05 Skagfirðingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í að hreinsa umhverfi sitt og tína rusl í vor. Frá því Umhverfisdagar hófust 15. maí síðastliðinn í sveitarfélaginu Skagafirði hafa tugir fyrirtækja og félagasamtaka tekið þátt í áskorendaleik og lagt allt kapp á að tína rusl úti í náttúrunni. Meira »

„Hamfarahlýnun af mannavöldum“

Í gær, 21:32 Orðanotkunin í umræðunni um loftslagsvána er ein þeirra mistaka sem gerð hafa verið í umræðu um umhverfismálin að mati Auðar Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra Landverndar. Sjálf er hún hlynnt því að tala um hamfarahlýnun af mannavöldum. Meira »

Segir innheimtustarfsemina lögmæta

Í gær, 20:37 Gísli Kr. Björnsson, eigandi Almennrar innheimtu, segir í samtali við mbl.is að fyrirtækið starfi í fullu samræmi við lög, og að hann hafi upplýst Lögmannafélag Íslands um alla starfsemi fyrirtækisins. Neytendasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við starfsemina. Meira »

Skessan rís í Hafnarfirði

Í gær, 20:35 Knattspyrnuhúsið Skessan er nú óðum að rísa við Kaplakrika í Hafnarfirði en stefnt er að því að taka húsið í notkun í seint í sumar. Miklar deilur hafa staðið um byggingu hússins innan bæjarfélagsins. Stálgrindarhúsið er þó tekið að rísa og mun bæta aðstöðu FH mikið. Meira »

Veginum milli Hveragerðis og Selfoss lokað

Í gær, 20:27 Vegarkafla á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss verður lokað á morgun og mun lokunin standa yfir til 22. september. Framkvæmdir við breikkun hringvegarins fer fram á þessum kafla, þ.e. milli Gljúfurholtsá og Varmár. Meira »

Flestir í fjölskyldunni arfberar

Í gær, 19:45 Anna Kristrún Einarsdóttir var ein af þeim fyrstu hérlendis til að komast að því að hún bæri stökkbreytt BRCA2 gen, sem eykur líkur á krabbameini verulega, og jafnframt sú yngsta sem leitaði eftir þeirri vitneskju á sínum tíma. Meira »

Áhyggjuefni ef börn mæta verr í skóla

Í gær, 19:31 Það er áhyggjuefni ef það eru fleiri börn sem eru að mæta verr í skóla af því að þá eru þau bara að missa úr mikilvæga menntun sem þau þurfa að fá. Það eru þó mismunandi ástæður sem liggja þar að baki, segir Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla í samtali við mbl.is. Meira »

Riftun á kjarasamningi komi til greina

Í gær, 19:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að til greina komi að rifta nýundirrituðum lífskjarasamningi, bregðist Samtök atvinnulífsins ekki við með viðeigandi hætti. Þetta kom fram í máli Sólveigar í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Margar athugasemdir við íbúðakjarna

Í gær, 18:25 Alls bár­ust um 60 at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fer yfir allar athugasemdir sem bárust og verður þeim svarað með rökstuðningi. Meira »

Ísland hlaut viðurkenningu fyrir baráttu í jafnréttismálum

Í gær, 18:05 Ísland hlaut í dag viðurkenningu fyrir einarða baráttu fyrir jafnrétti á norrænu viðskiptaráðstefnunni Womenomics í Kaupmannahöfn. Þetta í fyrsta sinn sem land eða þjóð hlýtur slíka viðurkenningu. Meira »

„Þetta er einstakt tækifæri“

Í gær, 17:55 „Þetta er alveg einstakur viðburður,“ segir flugrekstrarstjórinn Stefán Smári Kristinsson. Nóg er um að vera hjá honum á Reykjavíkurflugvelli en milli klukkan 18 og 20 verða fimm svokallaðar þristavélar , DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, til sýnis á flugvellinum. Meira »

Málshraði MDE skapar vanda

Í gær, 17:51 „Það er ekki galli í meðferð dómstóla á Íslandi að sjá ekki fyrir hvert Mannréttindadómstóllinn sé að fara þremur árum seinna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í viðtali við mbl.is um frávísun á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggja Jónssonar frá Hæstarétti. Meira »

Skólahald leggst niður í Grímsey

Í gær, 17:28 Skólahald verður lagt niður í Grímseyjaskóla næsta vetur. Þrír nemendur stunduðu nám við grunnskólann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyjunni og eftir verða sitt hvor nemandinn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Meira »

Hæstiréttur tekur Spartakusarmálið fyrir

Í gær, 17:15 Hæstiréttur samþykkti í dag að taka fyrir mál blaðamannsins Atla Más Gylfasonar. Hann var fundinn sekur í Landsrétti um meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða hon­um 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur. Meira »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

Í gær, 16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

Í gær, 16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...