Um 90 manns í sýnatöku vegna mislinga

Engin ný mislingasmit hafa greinst í dag.
Engin ný mislingasmit hafa greinst í dag. mbl.is/​Hari

Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi. Heildarfjöldi staðfestra tilfella er 6 og eitt vafatilfelli. Alls hafa verið tekin sýni hjá um 90 einstaklingum á undanförnum vikum. Þetta kemur fram á vef embættis landlæknis

Þriðjudaginn 19. mars greindist 23 ára gamall Reykvíkingur með mislinga. Hann er með sögu um bólusetningu við 12 ára aldur. Hann hafði nýlega verið í umgengni við smitandi einstakling. Um 10 dögum síðar fékk hann vægan hita í 1–2 daga með mislingalíkum útbrotum. Allar líkur eru á að þetta sé vægt tilfelli.  

Öllu bóluefni sem kom til landsins hefur verið dreift til heilsugæslustöðva um allt land og má finna upplýsingar um framkvæmd bólusetninga á vef einstakra heilsugæslustöðva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert