Utanfélagsmenn óbundnir af boðun verkfalls

Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður.
Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður. mbl.is/Eggert

„Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ sagði Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður.

Hann sagði að hluti rútubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu sé hvorki félagar í Eflingu eða VR.

„Það að þeir séu bundnir við verkfallsboðun þessara félaga er algjörlega útilokað. Þeir eru ekki í félögunum og þurfa ekki að vera í þeim. Auk þess hafa þeir ekki réttindi í félögunum t.d. til að fá úr verkfallssjóðum. Sú túlkun Eflingar að allir sem aka stórum bílum á þessu svæði eigi að vera í verkfalli stenst ekki skoðun.“


Helgi sagði að í 3. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segi að boðvald stéttarfélaganna sé bara yfir félagsmönnum en ekki öðrum. „Ég skil ekki hvernig fólki getur dottið í hug að það geti ráðskast með allt og alla svona,“ sagði Helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert