Aftakaveður á leiðinni

Umferðin mun væntanlega ganga hægt síðdegis út af snjókomunni á ...
Umferðin mun væntanlega ganga hægt síðdegis út af snjókomunni á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Júlíus

Kröpp og óvenjudjúp lægð skammt suður af landinu hreyfist allhratt norðaustur. Lægðin sú arna veldur norðan- og norðaustanstormi eða -roki og blindhríð fyrir norðan og austan og líklega einhverjum samgöngutruflunum. Mjög hefur snjóað fyrir norðan en óveðrið er ekki skollið á.

Athygli er vakin á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem í gildi eru í dag. Hægari vestan- og norðvestanáttir suðvestan til á landinu og snjókoma með köflum en mögulega snjóar talsvert á höfuðborgarsvæðinu síðdegis þannig að væntanlega á umferðin eftir að ganga hægt.

25-30 cm á nokkrum klukkustundum

Gul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 13 og gildir til klukkan 21 í kvöld. Líkur eru á að töluvert geti snjóað á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi og eru spár að sýna um 25-30 cm af snjó á nokkrum klukkustundum. Snjókomubeltið er tiltölulega mjótt um sig og breytingar á staðsetningu þess geta haft töluverð áhrif á úrkomumagnið. Áhrifin yrðu fyrst og fremst fólgin í samgöngutruflunum innan höfuðborgarsvæðisins.

Dregur síðan heldur úr vindi og úrkomu seint í kvöld og nótt. 

Í dag er stórstreymt og þegar við bætist mjög lágur loftþrýstingur og hvass vindur getur sjór gengið á land og valdi tjóni. Menn eru því hvattir til að tryggja vel báta sína og vörur og tæki við sjávarsíðuna, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Afar líklegt er að samgöngur fari úr skorðum og er spáð norðanstormi og stórhríð á þessum svæðum þar sem vindstyrkur verður líklega 18-25 m/s. 

Veðurspá fyrir næstu daga

Sunnan- og suðvestankaldi og slydda eða snjókoma með köflum á morgun, en úrkomulaust að kalla norðaustan til. Hiti yfirleitt kringum frostmark að deginum

Gengur í norðaustan og norðan 18-25 m/s með slyddu eða snjókomu N- og A-lands, en rigningu við A-ströndina. Hægara og úrkomuminna SV-lands. Snýst í norðvestan 20-28 á austanverðu landinu upp úr hádegi, en annars hægari vestan- og norðvestanátt og snjókoma eða él með köflum, en 18-25 syðst fram á kvöld. Dregur síðan heldur úr vindi og úrkomu seint í kvöld og nótt. Sunnan og suðvestan 8-15 og slydda eða snjókoma með köflum á morgun, en úrkomulaust að kalla NA-til. Hiti yfirleitt kringum frostmark að deginum.

Á laugardag:

Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og snjókoma eða slydda með köflum, en lengst af bjart og þurrt NA-til. Hiti kringum frostmark. 

Á sunnudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, bjartviðri fyrir sunnan og hiti kringum frostmark. Lægir um kvöldið, léttir til og kólnar. 

Á mánudag:
Gengur í hvassa suðlæg átt með hlýindum og rigningu, en lengst af þurrviðri NA-lands. 

Á þriðjudag:
Hvöss suðvestanátt og kólnar aftur með éljum, en léttir til fyrir austan. 

Á miðvikudag:
Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með hlýindum og talsverðri vætu, en þurrt að kalla eystra. 

Á fimmtudag:
Líklega áfram suðvestanátt með éljum, en slyddu eða rigningu SA-til.

mbl.is

Innlent »

Utanlandsferðum fjölgar

10:15 Hlutfall Íslendinga sem ferðast utan hefur farið stigvaxandi frá árinu 2009 þegar aðeins 44% Íslendinga fóru í utanlandsferð, en árið 2018 ferðuðust 83% landsmanna utan og var meðalfjöldi utanlandsferða 2,8. Meira »

50 undir áhrifum vímuefna

10:10 Yfir páskahelgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af um 50 ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og eða ávana- og fíkniefna. Meira »

Verður vonandi bara skammtímavandamál

10:05 Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er enn þá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snögga leysingu í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...