„Brjóta á okkur allhressilega

„Þeir eru hérna að brjóta á okkur allhressilega,“ segir Guðmundur Baldursson, verkfallsvörður Eflingar, sem fylgdist með akstri rútubílstjóra Kynnisferða til Keflavíkur í morgun. Ólíkar túlkanir á lögum um verkföll voru áberandi í morgun þar sem atvinnurekendur sjá málið frá annarri hlið. 

mbl.is var á staðnum og í myndskeiðinu er fylgst með verkfallsvörslu og rætt við verkfallsverði ásamt því sem Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, og Jóhanna Hreiðarsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri Kynnisferða, útskýra sjónarmið atvinnurekenda. 

Ábending hefur borist frá Kynnisferðum um að starfsmaðurinn sem ræðir við verkfallsverði við rennihurð á BSÍ starfi hjá systurfélagi Hópferðabíla Kynnisferða og að verkfallsboðun VR nái ekki til þeirra starfsmanna.

Reksturinn skiptist í tvennt, hópferðabíla og ferðaskrifstofu, og verkfallsboðun VR nær ekki til ferðaskrifstofunnar. Sú kennitala og allir þeir starfsmenn sem starfa undir þeirri eru undanskildir verkfallsboðuninni, að sögn Jóhönnu Hreiðarsdóttur mannauðs- og gæðastjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert