Önnur flugfélög að falla á tíma

Sérfræðingar á flugmarkaði voru tregir til að koma fram undir nafni til að ræða viðræður Icelandair og WOW air. Þeir voru sammála um að öll sund væru að lokast fyrir WOW air.

Í gærkvöldi var tilkynnt að slitnað hefði upp úr viðræðum Indigo Partners og WOW air. Fulltrúar Indigo vildu ekki tjá sig um málið.

Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, leiðir líkur að því að fulltrúar félaganna hafi verið í viðræðum undanfarið. Erfiðleikar Icelandair vegna Boeing Max 8-þotnanna hafi „hugsanlega ýtt mönnum í frekari viðræður“.

„Málinu er ekki lokið. Þótt viðræður séu hafnar er ekki þar með sagt að félögin séu að sameinast. Menn þurfa að lenda einhverju saman um helgina,“ segir Sveinn og bendir á í umfjöllun um sviptingar í flugtrekstri í Morgunblaðinu í dag, að Icelandair hafi aðeins helgina til að greina möguleikana og finna rétta leikinn í stöðunni.

„Mesta áhyggjuefnið varðandi ferðaþjónustuna er hvað við erum komin nálægt sumrinu. Það hefði verið best ef þetta hefði allt gerst í nóvember og desember og klárast þá. Núna er frekar erfitt fyrir önnur flugfélög að grípa slakann. Það verður sífellt erfiðara.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »