Reyna að upplýsa gesti um stöðuna

Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstýra Hótel Sögu. Hótel Saga hætti á ákveðnum ...
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstýra Hótel Sögu. Hótel Saga hætti á ákveðnum tímapunkti að taka við bókunum vegna verkfallsins í dag og eru öll herbergi því ekki fullnýtt. mbl.is/​Hari

Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir áskorun fyrir það starfsfólk hótelsins sem í dag sinnir innritun gesta og þrifum að komast yfir verkefni dagsins, en sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti.

„Þetta mjakast í rólegheitum,“ segir hún. „Við vorum búin að segja gestum okkar að það yrðu tafir á þjónustu og biðja þá að sýna okkur biðlund og hingað til alla vegna hefur fólk sýnt okkur skilning.“ Starfsfólk hafi reynt að upplýsa gesti um stöðuna og að um sé að ræða stéttarfélagsaðgerðir, ekki eingöngu aðgerðir starfsfólks Hótel Sögu. „Að mestu leyti hefur fólk bara verið nokkuð jákvætt,“ bætir hún við.

Verk­fallsaðgerðirn­ar að þessu sinni taka til ríf­lega tvö þúsund fé­laga í stétt­ar­fé­lög­un­um sem starfa hjá hóp­bif­reiðafyr­ir­tækj­um og á 40 hót­el­um, þar sem þeir sinn­a þrif­um á her­bergj­um, starfa á veit­inga­stöðum hót­el­anna og eru í gesta­mót­töku svo fátt eitt sé nefnt.  

Hótel Saga hætti á ákveðnum tímapunkti að taka við bókunum fyrir daginn í dag og eru öll herbergi því ekki fullnýtt. „Það eru 40 herbergi sem eru óseld í nótt,“ segir Ingibjörg. Vissulega sé ekki gott að verða fyrir tekjutapi, en það starfsfólk sem má vinna hefði ekki geta þrifið fleiri herbergi. „Þess vegna verðum við líka að horfa á þetta þannig.“

Kröfuspjöld gerð klár hjá Eflingu í gærkvöldi.
Kröfuspjöld gerð klár hjá Eflingu í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Spurð hversu margir séu við störf á Hótel Sögu í dag, segir hún það misjafnt. „Við erum til að mynda með marga starfsmenn sem eru í Matvís og þeir sinna sínum störfum á veitingastaðnum,“ segir Ingibjörg og kveður eingöngu faglært starfsfólk og nema starfa þar. Gestir Hótel Sögu geti því fengið sína næringu. „Önnur verkefni gangi hins vegar hægt. „Fólk þarf að bíða eftir herbergjum sínum og við tökum ekki til hjá neinum gestum sem þegar voru komnir.“ Eingöngu séu þrifin herbergi fyrir þá sem þarf að innrita.

Kúabændur buðu fram aðstoð

Ingibjörg segir þó ekki allt neikvætt að frétta og nefnir þar nágranna hótelsins í Bændahöllinni. „Við erum með dásamlegan hóp hér í húsi, sem er Landssamband kúabænda. Þeir eru eigendur í húsinu og hafa sýnt sig boðna og búna að aðstoða okkur og eru bara alveg yndislegir.“ Það boð hafi þó ekki verið þegið.

Nokkuð var um að hótel byðu gestum ýmsa hvata fyrir að tékka sig út snemma fyrir verkfall Eflingar 8. mars. Ingibjörg segir ekki hægt að gera neitt slíkt að þessu sinni. „Þá var þetta svolítið öðruvísi af því að þá vorum við með herbergisþernurnar til klukkan 10 um morguninn, af því að verkfallið hófst ekki fyrr en þá. Núna eigum hins vegar fullt í fangi með þessi herbergi sem eru að fara,“ útskýrir hún og kveðst eiga von á að á Hótel Sögu verði unnið við þrif fram eftir degi.

Verkfallinu lýkur á miðnætti og spurð hvort aukamannskapur verði kallaður út þá kveður Ingibjörg gert ráð fyrir fleira fólki í þrif á morgun en venjulega. „Af því að við erum að skilja eftir og þegar það er ekki tekið til, þá er þetta aðeins meira mál. Þess vegna erum við með aukavakt á morgun, því þá þarf að taka sérstaklega vel til hjá gestunum,“ segir Ingibjörg og kveður þetta einnig gert til að létta álagi á það starfsfólk sem þá sé að ljúka erfiðum sólarhring.

mbl.is

Innlent »

Utanlandsferðum fjölgar

10:15 Hlutfall íslendinga sem ferðast erlendis hefur farið stigvaxandi frá árinu 2009 þegar aðeins 44% Íslendinga fóru í utanlandsferð, en árið 2018 ferðuðust 83% landsmanna erlendis og var meðalfjöldi utanlandsferða 2,8. Meira »

50 undir áhrifum vímuefna

10:10 Yfir páskahelgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af um 50 ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og eða ávana- og fíkniefna. Meira »

Verður vonandi bara skammtímavandamál

10:05 Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er enn þá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snögga leysingu í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...