Skýr skilaboð um að eitthvað sé í gangi

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, með verkfallsvörðum á einu af ...
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, með verkfallsvörðum á einu af hótelum borgarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Því miður hefur verið töluvert um verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um sólarhringsverkfall Eflingar og VR, þá sé nokkuð um að verkfallsvörðum sé ekki hleypt inn. Hún segir starfsfólk þrifafyrirtækja áhugasamt um að fá að einnig að beita verkfallsvopninu.

Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti og taka verk­fallsaðgerðirn­ar að þessu sinni til ríf­lega tvö þúsund fé­laga í stétt­ar­fé­lög­un­um sem starfa hjá hóp­bif­reiðafyr­ir­tækj­um og á 40 hót­el­um, þar sem þeir sinn­a þrif­um á her­bergj­um, starfa á veit­inga­stöðum hót­el­anna og eru í gesta­mót­töku svo fátt eitt sé nefnt.  

Meirihluti þeirra sem nú eru í verkfalli eru félagsmenn Eflingar og var félagið í morgun með kröfustöðu víða um bæinn með félagsmönnum. Sólveig Anna, sem var með hóp fyrir utan Hótel Natura þegar mbl.is náði samband við hana, segir kröfustöðuna hafa verið vel sótta.

Ákveðnir hópar hafa einnig séð um að sinna verkfallsvörslu og svo hefst samstöðufundur hópferðalbílstjóra í Vinabæ kl. 13.30. Þar verður jafnframt tekið við umsóknum bílstjóra fyrir greiðslu úr vinnudeilusjóði, en starfsmönnum hótela gafst kostur á að leggja fram sínar umsóknir í kröfustöðunni.

Verkfallsverðir ræða við starfsfólk á einu af hótelum borgarinnar.
Verkfallsverðir ræða við starfsfólk á einu af hótelum borgarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Orðið vitni að töluverðum brotum

Sólveig Anna sagðist hafa verið að ræða við tvo fulltrúa Eflingar sem voru í verkfallsvörslu með öðrum hópi. „Þau sögðu að þau hefðu orðið vör við og vitni að töluverðum brotum.“ Allt sé þetta skráð niður og svo verði farið yfir það. „Síðan er það náttúrulega þannig að á sumum stöðum hefur okkur verið meinað að fara inn á hæðirnar, sem við upplifum sem skýr skilaboð um að eitthvað sé í gangi sem á ekki að vera það.“

Efling vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni að hótelstjóri Hótel Nordica hafi vísað félagsmönnum út af lóð hótelsins í morgun er þeir voru þar með kröfustöðu. Sólveig Anna segist hafa orðið vitni að því nú áðan að hótelstjórinn vísaði öðrum hópi Eflingarstarfsmanna af lóðinni. „Þannig að hann er þá alla vega búinn að gera það tvisvar.“

Hún kveðst ekki vita til þess að slíkt hafi verið gert á fleiri stöðum. „Hins vegar hefur það gerst að verkfallsvörslunni hafi ekki verið hleypt til að sinna starfi sínu.“

Starfsfólk Eflingar tók sér stöðu framan við Hús atvinnulífsins í ...
Starfsfólk Eflingar tók sér stöðu framan við Hús atvinnulífsins í Borgartúni sem hluta af verkfallsaðgerðum sínum í morgun. mbl.is/Eggert

Starfsmenn þrifafyrirtækja áhugasamir um verkfallsvopnið

Sólarhringsverkallið nú veldur meiri röskun en verkfall Eflingar 8. mars og segist Sólveig Anna vera bjartsýn á að það skili tilætluðum árangri. Ekki hafi þó verið boðað til neins fundar í kjaradeilunni í dag. 

„Ástæðan fyrir að félagsmenn Eflingar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall er náttúrulega sú að fólk nær ekki að láta enda ná saman með launum sínum og svo vegna þess að fólk skilur máttinn sem felst í því að beita verkfallsvopninu,“ segir hún. Efling væri ekki að fara í þessar aðgerðir nema vegna þess að þau trúa því að aðgerðirnar skili árangri.

Sólveig Anna lét þau orð falla í verkfalli félagsmanna  8. mars sl. að félagsmenn stéttarfélagsins væru að gera sig sýnilega. Hún segist upplifa svipaðan anda nú. „Ég myndi segja að sá baráttuvilji sem öllum varð ljós 8. mars, að hann er mjög raunverulegur.“

Fleiri félagsmenn Eflingar, en þeir sem boðað hefur verið verkfall hjá, hafi líka sýnt áhuga á að grípa til aðgerða. „Við vorum að tala við konu sem starfar við þrif hjá einum af þrifafyrirtækjum landsins. Þar vinnur fólk erfið störf og fær greidd svívirðilega lág laun fyrir. Hún lýsti því eindregið yfir í samtali við okkur að hún og hennar samstarfskonur vildu fá að nýta verkfallsvopnið til að knýja sína vinnuveitendur til að greiða eðlileg laun.“

mbl.is

Innlent »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

Í gær, 19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

Í gær, 18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

Í gær, 18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »
Einstakt vortilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...