Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

Frá afhendingu blaðamannaverðlaunanna í dag.
Frá afhendingu blaðamannaverðlaunanna í dag. mbl.is/​Hari

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.

Verðlaunin voru afhent í Pressu­klúbbn­um, fé­lags­heim­ili blaðamanna í Síðumúla 23.

Aðalheiður Ámundadóttur hjá Fréttablaðinu var verðlaunuð fyrir bestu umfjöllun ársins sem fjallaði um endurupptöku og eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmálanna.

Freyr Rögnvaldsson og Steindór Grétar Jónsson, blaðamenn á Stundinni, hlutu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins vegna umfjöllunarinnar Landið sem auðmenn eiga.

Þá var Ragnheiður Linnet, blaðamaður hjá Mannlífi, verðlaunuð fyrir viðtal ársins. Það tók hún við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju plastbarkaþegans Andemariam Beyene.

Þórður Snær tekur á móti verðlaununum.
Þórður Snær tekur á móti verðlaununum. mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert