Verkfallið er hafið

Verkfallið er hafið.
Verkfallið er hafið. mbl.is/Eggert

Verkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra, sem stendur yfir í sólahring, hófst núna á miðnætti.

Verkalýðsfélögin sex og Samtök atvinnulífsins, sem rætt hafa um nýjan kjarasamning, funduðu fram á kvöld og að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, „var samtal í gangi“. Bætti hann því við að samtalið muni halda áfram næstu daga.

Engar nánari fregnir bárust af því hvernig viðræðurnar gengu fyrir sig vegna fjölmiðlabanns.

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við mbl.is að höfuðáhersla verði lögð á að halda leiðinni á milli Keflavíkur og Reykjavíkur opinni. Hann sagði mismunandi túlkanir vera á því hverjir megi og megi ekki keyra og nefndi að hópbifreiðastjórar fyrirtækisins muni freista þessa að keyra flugfarþega þrátt fyrir verkfallið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert