Verslun í Norðurfirði í vor

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði. mbl.is/Jón Guðbjörn Guðjónsson

„Það er talsverður áhugi á þessu. Það bárust sex til átta umsóknir og fyrirspurnir eftir að við þreifuðum fyrir okkur á Facebook, en nú ætlum við að birta formlega auglýsingu í blöðununum og þá skýrist betur hve margir hafa áhuga á þessu starfi,“ segir Arinbjörn Bernharðsson, stjórnarformaður Verzlunarfjelags Árneshrepps.

Félagið, sem stofnað var í síðasta mánuði til að reka verslun allan ársins hring í hreppnum, sem er hinn fámennasti á landinu, leitar nú að starfsmanni til að annast daglegan rekstur verslunar í Norðurfirði.

Hluthafar í verslunarfélaginu eru 70 og hlutafé fjórar milljónir króna. Stefnt er að því að hefja starfsemi í vor með takmörkuðum afgreiðslutíma þó til að byrja með en fullri lengd í sumar. Íbúar í Árneshreppi eru nú 38, en 15 til 18 manns hafa dvalist þar í vetur. Mikill fjöldi ferðafólks er hins vegar á þessum slóðum að sumarlagi. gudmundur@mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert