4 milljörðum meira til samgöngumála

Bjarni Benediktsson kynnir fjármálaáætlunina.
Bjarni Benediktsson kynnir fjármálaáætlunina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag.

Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði á árunum 2020 og 2021 en kostnaður af þeirri aðgerð nemur 900 milljónum króna árið 2020, 2,7 milljörðum króna árið 2021 og 3,8 milljörðum króna frá og með árinu 2022.

Stofnframlög til almennra íbúða hækka um 2,1 milljarð króna frá og með árinu 2020 til ársins 2022.

Veruleg aukning framlaga verður til nýsköpunarverkefna. Þar munar mest um 1,1 milljarðs hækkun frá og með árinu 2020 vegna rammaáætlana ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun, aukin framlög vegna endurgreiðslu kostnaðar til fyrirtækja við rannsóknir og þróun en í fjárlögum 2019 hækkuðu framlögin um 1 milljarð króna og munu þau hækka um 250 milljónir árlega frá og með árinu 2021.

Að frátöldum breytingum vegna ýmissa tæknilegra leiðréttinga nema breytingar á rammasettum útgjöldum frá gildandi fjármálaáætlun um 2,6 milljörðum króna til lækkunar á árinu 2019. Munar þar mest um hliðrun verkefna tengdum byggingu nýja Landspítalans auk hliðrun ýmissa vegaframkvæmda.

Árið 2020 nema breytingar á rammasettum útgjöldum milli áætlana um 13,3 milljörðum króna, um 20,2 milljörðum árið 2021, 27,8 milljörðum á árinu 2022 og fyrir árið 2023 nema þessar breytingar um 24,3 milljörðum króna.

Fram kemur í tilkynningu að áætlunin endurspegli sterka stöðu og festu í stjórn opinberra fjármála í hægari takti hagkerfisins.

Bjarni Benediktsson í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag.
Bjarni Benediktsson í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skattlagning á heimili og fyrirtæki lækkar

„Áætlunin vegur þungt í því mikilvæga verkefni opinberra fjármála, peningastefnunnar og vinnumarkaðarins að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og þeirri hagsæld sem landsmenn búa við um þessar mundir,“ segir í tilkynningunni.

„Í fjármálaáætlun er tryggð áframhaldandi jákvæð afkoma opinberra fjármála. Skattlagning á heimili og fyrirtæki lækkar og skuldastaða ríkissjóðs og vaxtabyrði af hennar völdum heldur áfram að lækka jafnt og þétt.“

Fram kemur að komið verði á fót Þjóðarsjóði til að mæta hugsanlegum fjárhagsáföllum. Umtalsverðir fjármunir verða einnig lagðir í að stuðla að samkomulagi um kjarasamninga á vinnumarkaði og myndarlega aukið við fjárfestingar hins opinbera.

„Skuldir ríkissjóðs vegna endurfjármögnunar fjármálakerfisins hafa verið greiddar upp að fullu og aðrar skuldir vegna hallareksturs umliðinna ára hafa einnig verið lækkaðar mikið. Við það hefur vaxtabyrðin lést til muna. Tollar og vörugjöld af iðnaðarvörum hafa auk þess verið felld niður undanfarin ár. Fá lönd í heiminum eru nú jafnopin fyrir viðskiptum og Ísland.“

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Ófeigur

74 milljarðar í sjúkrahúsþjónustu

Gert er ráð fyrir að hækka styrki til nýsköpunar um 500 milljónir króna árið 2020, 1,5 milljarða árið 2021 og 2 milljarða árin 2022–2024.

Áframhald verður á fjárfestingu í sjúkrahúsþjónustu þar sem framkvæmdir við nýjan Landspítala vega þyngst en stefnt er að því að ljúka við byggingu spítalans 2025. Alls nemur fjárfesting í sjúkrahúsþjónustu ríflega 74 milljörðum króna á tímabilinu.

Aukin framlög verða til byggingar nýrra hjúkrunarrýma, þ.e. 500 milljónir króna, 2020, 1,5 milljarðar árið 2021 og 2 milljarðar árin 2022 og 2023.

Breytt verður útfærslu skattaaðgerða frá forsendum gildandi fjármálaáætlunar. Þar er um að ræða 1,6 milljarða króna vegna barnabóta, 400 milljónir vegna stuðnings við bókaútgáfu og 400 milljónir vegna aðgerða til að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla.

Aukin framlög verða til umhverfismála, sérstaklega í tengslum við loftslagsáætlun stjórnvalda.

Breytingar verða einnig gerðar á námslánakerfinu með námsstyrkjakerfi.

Stofnstyrkir til kaupa eða byggingar almennra íbúða vaxa umtalsvert á árunum 2020–2022 og verða framlög vegna þeirra 3,8 milljarðar króna á ári.

Nýtt hafrannsóknarskip verður smíðað á áætlunartímabilinu.

Áframhaldandi afgangur af rekstri ríkissjóðs

„Í kjölfar samfellds hagvaxtarskeiðs undanfarinna ára er fjárhagsleg staða ríkissjóðs sterk. Hefur ríkissjóður verið rekinn með afgangi undanfarin ár og er gert ráð fyrir áframhaldandi afgangi af rekstri ríkissjóðs á árunum 2020–2024 um 0,8-1% af VLF á hverju ári,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur að mikill árangur í lækkun skulda hins opinbera og einkageirans, auk efnahagsbreytinga, hafi gefið þjóðarbúinu aukinn viðnámsþrótt komi til ytri áfalla.

Heildarskuldir ríkissjóðs hafa lækkað hratt undanfarið frá því þær náðu hámarki árið 2012 þegar þær voru 1.501 milljarður króna. Reiknað er með að skuldirnar nemi rúmlega 830 milljörðum króna í lok árs 2019.

mbl.is

Innlent »

Brýrnar helsti veikleikinn

15:01 Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi. Meira »

Forsetinn á meðal píslarvotta

13:19 Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

12:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara. Meira »

Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum

12:18 Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgrímskirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Framkvæmdunum fylgja bættar brunavarnir á alla kanta, að sögn framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum. Meira »

Skíðafærið á föstudaginn langa

10:07 Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn. Meira »

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

08:35 Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti. Meira »

Fjórum bjargað úr eldsvoða

08:14 Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús. Meira »

Átta manns í andlegu ójafnvægi

07:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Meira »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Í gær, 20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

Í gær, 18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

Í gær, 17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

Í gær, 17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

Í gær, 17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

Í gær, 16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

í gær Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

í gær Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »