Bátnum náð af strandstað

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson.
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson. Ljósmynd/Ólafur Bernódusson

Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim.

Björgunarmenn eru ásamt skipstjóra um borð í bátnum en í honum er nokkuð af sjó og hafa dælur varla undan, að því er segir í tilkynningu. 

Ef allt gengur vel má reikna með að komið verði til Ísafjarðar að nálgast tvö en lítið má út af bregða til þess að þær áætlanir bregðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert