Neyðarkall frá báti í Jökulfjörðum

Liðsmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um borð í björgunarbát.
Liðsmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um borð í björgunarbát. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum.

Samkvæmt fyrstu upplýsingum er báturinn strandaður og kominn leki að honum.

Björgunarmenn eru á leið á staðinn með dælur en nokkur stund er þar til þeir koma á staðinn, að því er kemur fram í tilkynningu.

Uppfært kl. 10.20:

Einn maður er í bátnum. 

Að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg er lítil sem engin hætta á ferðinni og eru aðstæður með betra móti. Björgunarskip er komið hálfa leiðina að bátnum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn. 

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson.
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson. Ljósmynd/Ólafur Bernódusson

Uppfært kl. 11.20:

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er komið að bátnum, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipsins Gísla Hjalta.

Skipstjórinn var kominn í björgunargalla til öryggis en maðurinn er í góðu ásigkomulagi. Unnið er að því að finna lausn varðandi bátinn hans og hvort hægt sé að koma í veg fyrir lekann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert