Ráðherra settist við saumavélina

Guðmundur Ingi er húsmæðraskólagenginn.
Guðmundur Ingi er húsmæðraskólagenginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun.

Að Hallveigarstöðum var meðal annars fataskiptamarkaður auk þess sem gestir gátu komið með föt sín á saumaverkstæðið. Guðmundur Ingi lét ekki sitt eftir liggja á saumaverkstæðinu og gerði við föt gesta, en hann er húsmæðraskólagenginn og því afar liðtækur við saumavélina.

Kvenfélagasambandið stóð fyrir vel heppnuðum umverfisdegi í nóvember á á síðasta ári, en hann var liður í verkefninu Vitundarvakning um fatasóun sem fékk styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Þær ákváðu að endurtaka leikinn í dag vegna mikils áhuga. Ljósmyndari mbl.is leit við.

mbl.is/Kristinn Magnússon
Hægt var að gera góð skipti á fatamarkaðnum.
Hægt var að gera góð skipti á fatamarkaðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ýmsar umhverfisvænar vörur voru til kynnis.
Ýmsar umhverfisvænar vörur voru til kynnis. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert