Mótmæltu hvalveiðum

Frá mótmælunum á Austurvelli í dag.
Frá mótmælunum á Austurvelli í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvalaverndunarsinnar efndu til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið í hádeginu í dag.

Samtökin Reykjavík Whale Save, Sea Sheperd Iceland, Stop Whaling in Iceland, Reykjavik Animal Save, GAIA Iceland, SEEDS, Jarðarvinir og Samtök grænkera á Íslandi stóðu fyrir mótmælunum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram kom í tilkynningu að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafi óstuddur tekið þá ákvörðun að leyfa hvalveiðar á Íslandi, í það minnsta til ársins 2023.

„Það eru óteljandi ástæður fyrir því að við eigum ekki að drepa hvali en engar góðar ástæður fyrir því að drepa þá,“ sagði meðal annars í tilkynningunni.

Ljósmyndari mbl.is leit við á Austurvelli í dag og smellti myndum af mótmælendum.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert