HönnunarMars í skugga verkfalla

HönnunarMars hefst á fimmtudaginn með tilheyrandi straumi erlendra hátíðargesta til landsins. Á sama tíma hefjast verkföll Eflingar í hótel- og rútuþjónustu og standa í tvo sólarhringa.

„Við finnum fyrir þessu eins og margir aðrir,“ segir Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar, sem skipuleggur hátíðina. „Icelandair Hotels hafa verið góður samstarfsaðili í gegnum árin. Þau lenda í vandræðum vegna verkfalla, sem þýðir að við lendum líka í vandræðum. En við höfum unnið með þeim og leitað leiða til að finna gistingu fyrir alla,“ segir hún.

„Við erum að útskýra þetta fyrir gestum okkar,“ segir Álfrún um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert