Nánast allt flug WOW á áætlun

Nánast allt flug er á áætlun hjá WOW air en ...
Nánast allt flug er á áætlun hjá WOW air en alla helgina hefur verið unnið að því að bjarga flugfélaginu frá þroti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelandair Group í gærdag. Allar flugvélar WOW air frá Íslandi voru á áætlun í morgun fyrir utan flug til Gatwick-flugvallar í London. Því flugi var aflýst en ein flugvél félagsins bilaði í Kanada í gær, samkvæmt frétt RÚV klukkan sex í morgun. Sú vél átti að koma frá Montreal klukkan 4:35 en mun lenda samkvæmt áætlun 19:42 í kvöld. Flugi til Íslands frá Gatwick um miðjan dag í dag hefur því verið aflýst.

Flugi WOW air til Dublin sem fara átti í loftið klukkan 6:55 fer ekki fyrr en klukkan 20:50 í kvöld. Vélin sem átti að koma frá Dublin klukkan 13:35 mun ekki lenda fyrr en á þriðja tímanum í nótt.

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelandair Group í gærdag. Frá því á fimmtudagskvöld hafði Icelandair haft til skoðunar að kaupa WOW air að hluta til eða í heild. Niðurstaða þeirrar skoðunar var sú, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, að of mikil áhætta fælist í því að fjárfesta í félaginu.

Samkvæmt tilkynningu frá WOW air sem send var út í gærkvöldi vinnur félagið nú að því að ná samkomulagi við meirihluta lánardrottna sinna um að skuldum félagsins verði að stórum hluta umbreytt í hlutafé og að sömu aðilar tryggi félaginu fjármagn til rekstrarins uns það nái „sjálfbærum rekstri til framtíðar“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Þessar viðræður munu hafa staðið yfir um helgina, samtímis viðræðunum við Icelandair.

Heimildarmaður Morgunblaðsins sem kemur að viðræðunum segir að reynt verði til þrautar að fá nýtt fjármagn inn í félagið og að í því skyni sé stefnt að sölu á 51% hlut í því.

Um svipað leyti og Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu í gær sátu ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, ráðuneytisstjórar og skrifstofustjórar ásamt öðrum ráðgjöfum á fundi í Stjórnarráðinu við Lækjargötu þar sem farið var yfir stöðuna. Meðal þeirra sem sátu fundinn var Michael Ridley, fyrrverandi ráðgjafi hjá J.P. Morgan, en hann kom að ráðgjöf við þáverandi ríkisstjórn Íslands þegar fjármálakerfið riðaði til falls í október 2008.

Fundinn í stjórnarráðinu sátu m.a. þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Að loknum fundi leituðu fjölmiðlar viðbragða þeirra við þeirri stöðu sem upp er komin en þau vörðust öll fregna af fundinum.

Heimildir Morgunblaðsins herma að tap WOW air á síðasta ári hafi numið 22 milljörðum króna. Þar hafi munað gríðarlega um tap vegna sölu fjögurra nýlegra Airbus-þota til Air Canada undir lok síðasta árs. Þá er staða félagsins afar veik um þessar mundir. Þannig mun lausafjárstaða þess vera neikvæð sem nemur rúmum 11 milljónum dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Þá er eigið fé félagsins neikvætt sem nemur rúmum 111 milljónum dollara, jafnvirði ríflega 13 milljarða króna. Þá mun hlutfallsleg bókunarstaða félagsins vera um 50% af því sem hún var á sama tíma fyrir ári. Sérfræðingar sem farið hafa yfir stöðu félagsins telja að leggja þurfi WOW air til að minnsta kosti 10 milljarða króna út þetta ár svo halda megi rekstrinum á floti. Skúli Mogensen hefur blásið starfsfólki sínu baráttuanda í brjóst þrátt fyrir hina algjöru óvissu sem uppi er um framtíð félagsins. Þannig sendi hann starfsfólki tölvupóst í gærkvöldi þar sem hann sagði að starfsfólk hefði m.a. haft samband og spurt hvort það gæti lagt hluta launa sinna upp í hlutabréf.

Isavia hefur breytt vanskilakröfu vegna ógreiddra lendingargjalda á hendur WOW air í langtímalán. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er fjárhæð lánsins tæpir 1,8 milljarðar króna.

Ítarlegar er fjallað um málefni WOW air í Morgunblaðinu í dag og á mbl.is í gær. 

mbl.is

Innlent »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Verð 40þús ...