„Smálán er ekkert smá lán“

Árið 2012 voru 6% þeirra sem leituðu til umboðsmanns skuldara ...
Árið 2012 voru 6% þeirra sem leituðu til umboðsmanns skuldara með skyndilán. Árið 2018 var fjöldin komin upp í 57%. Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

27,3% þeirra sem leituðu aðstoðar hjá embætti umboðsmanns skuldara í fyrra voru á aldrinum 18-29 ára. Árið 2012 var hlutfallið 5%. „Það er stígandi í yngsta aldurshópinum,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.

Ásta lét þessi orð falla á ráðstefnu um ungt fólki og lánamarkaðinn sem haldin var á Grand hóteli nú í morgun, þar sem hún flutti erindi um unga fólkið og skyndilán. Embættið hefur undanfarin ár vakið athygli á þeirri fjölgun sem orðið hefur í yngsta aldurshópnum, sem leitar til umboðsmanns skuldara, en helsta ástæða þessa eru smálánin eða skyndilánin eins og Ásta kýs að kalla þau.

„Við viljum breikka hugtakið úr smálánum,“ segir hún. „Smálán er ekkert smá lán. Það er bara stórt lán.“

Eftir að umsóknum til umboðsmanns skuldara fækkaði jafnt og þétt á árabilinu 2012-2015 er þeim tekið að fjölga aftur. „Það sem við finnum í dag er aukning á umsóknum,“ segir Ásta og kveður embættinu hafa borist fleiri umsóknir í ár en á sama tíma í fyrra. Stígandinn er líkt og áður sagði mestur hjá yngsta aldurshópinum og skyndilánin eru ástæðan.

„Ef ekkert verður að gert verður stígandinn kannski enn meiri í ár.“

Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara segir fjölga í yngsta hópnum ...
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara segir fjölga í yngsta hópnum sem leitar til embættisins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Einstæðingur með grunnskólapróf í leiguhúsnæði

Ásta bendir á að árið 2012 hafi 6% þeirra sem leituðu til umboðsmanns skuldara verið með skyndilán. Árið 2018 var fjöldinn kominn upp í 57%. „Það eru viðvörunarljós farin að blikka og við erum kannski bara að sjá toppinn á ísjakanum,“ segir Ásta og bendir á að tölur embættisins nái eingöngu yfir þá sem þangað leita. „Við heyrum hins vegar líka af foreldrum sem eru að borga lán barna sinna, en þeir koma ekki endilega til okkar.“

Þegar horft er á bakgrunn þess hóps sem leitar til umboðsmanns skuldara vegna skyndilánaskulda kemur í ljós að fleiri konur en karlar sækja um aðstoð. Meirihluti umsækjenda eru enn fremur einstæðingar, en þar á eftir koma einstæðir foreldrar og svo hjón og sambúðarfólk.

Stærsti hlutinn er enn fremur eingöngu með grunnskólapróf og segir Ásta þetta mikilvæga ástæðu fyrir því að aukin áhersla verði lögð á fjármálalæsi í grunnskólum. „Oft er þetta fólk sem fer ekkert í meira nám,“ bætir hún við. Þá vekur hún einnig athygli á því að hverfandi hluti lántakenda, eða einungis 3%, séu í námi. „Þetta er eitthvað sem við teljum athyglisvert.“

Örorkuþegar, lífeyrisþegar og fólk á vinnumarkaði er þá fjölmennasti hópurinn og segir Ásta tekjuvanda líka einkenna þann hóp sem leitar til embættisins og sem nýtt hefur sér þennan lánamöguleika. „Meðaltekjur umsækjenda eru rúmlega 300.000 krónur með öllu,“ segir hún og kveðst þar eiga við meðlagsgreiðslur, barnalífeyri, húsnæðisbætur, vaxtabætur og annað slíkt. „Þannig að þetta er ekki hátekjufólk sem leitar til okkar.“

Stærsti hluti lántakenda skyndilána er enn fremur á leigumarkaði og búa ekki nema 9% lánþega í eigin húsnæði. 

Þörf á aukinni yfirsýn yfir starfsemina

„Við þurfum að gera eitthvað,“ segir Ásta. „Viðbrögð við skyndilánunum séu samfélagslegt verkefni og þörf sé á miðlægum skuldagrunni þannig að hægt sé að hafa yfirsýn yfir umfang skyndilánastarfsemi hér á landi og hlutfall vanskila.

„Það þarf að draga úr líkum á óábyrgum lánveitingum,“ segir hún og kveður lagasetningar hins vegar þörf eigi slíkt að verða að veruleika. Auk þess þurfi að setja skorður við markaðssetningu og auka fjármálafræðslu. „Eins þurfa foreldrar líka að vera fróðari og þeir eiga ekki að kynnast þessu með því að barn þeirra sé komið í skuldasúpu.“

mbl.is

Innlent »

Forsetinn á meðal píslarvotta

13:19 Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

12:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara. Meira »

Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum

12:18 Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgrímskirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Framkvæmdunum fylgja bættar brunavarnir á alla kanta, að sögn framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum. Meira »

Skíðafærið á föstudaginn langa

10:07 Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn. Meira »

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

08:35 Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti. Meira »

Fjórum bjargað úr eldsvoða

08:14 Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús. Meira »

Átta manns í andlegu ójafnvægi

07:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Meira »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Í gær, 20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

Í gær, 18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

Í gær, 17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

Í gær, 17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

Í gær, 17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

Í gær, 16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

í gær Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

í gær Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

í gær Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »