Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, telur þörf á frekari skattalækkunum …
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, telur þörf á frekari skattalækkunum vegna minna svigrúms til hækkunar lægstu launa. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag.

Hann spurði hvort ekki væri tilefni til þess að lækka skatt á lægstu laun enn frekar og vísaði til mögulegrar afleiðinga vegna erfiðleika WOW air. Lagði hann meðal annars til að tekjuskattur gæti verið neikvæður að því leyti „þar sem persónuafslátturinn er borgaður út ef fólk uppfyllir ekki ákveðið mark“.

„Ég held því að ég láti duga að segja að ef eitthvað slíkt gerist þurfum við saman að meta mjög vandlega möguleg áhrif af því. En ljóst er að það mun leiða til samdráttar í hagkerfinu,“ svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

„Varðandi skatta og lægstu laun höfum við lagt fram tillögu sem er ekki komin fram í þingskjali en við höfum sem sagt sýnt tillögu þar sem við náum hlutfallslega mestu skattalækkuninni neðst,“ sagði ráðherra.

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert