Vísbendingar um að háttsemi RÚV sé í bága við lög

Samtök iðnaðarins (SI) hafa óskað fundar með mennta- og menningarmálaráðherra vegna samningsgerðar RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur.

SI telja sterkar vísbendingar uppi um að samningskröfur RÚV feli í sér háttsemi sem stangist á við lög og reglur og geti þ.a.l. valdið kvikmyndagreininni óbætanlegum skaða.

Að mati samtakanna er tilefni til að ætla að samningsskilmálar sem RÚV hefur sett gagnvart sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum stangist á við þær reglur sem um kvikmyndagreinina gilda, þá einkum reglur um úthlutun styrkja úr sjóðum Creative Europe Media og reglur um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

Ráðherra endurskoði afstöðuna

SI óskuðu fundar með ráðherra í ágúst á síðasta ári en beiðninni var hafnað undir lok árs. Nú fara SI fram á að ráðuneytið endurskoði afstöðu sína í málinu með hliðsjón af nýju lögfræðiáliti sem aflað var að beiðni SI og Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, eins aðildarfélaga samtakanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert