Ekki einkasamtal á Klaustri

Þingmennirnir sex sem komu við sögu í Klausturmálinu. Efri röð ...
Þingmennirnir sex sem komu við sögu í Klausturmálinu. Efri röð frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Öll tilheyra þau þingflokki Miðflokksins í dag, en Karl Gauti og Ólafur voru áður þingmenn Flokks fólksins en voru reknir úr flokknum eftir að upptökurnar frá kvöldinu á Klaustri voru gerðar opinberar. Samsett mynd

Það er mat meirihluta ráðgefandi siðanefndar, sem forsætisnefnd leitaði til vegna Klaustursmálsins svokallaða, að samtalið, sem átti sér stað á barnum Klaustri 20. nóvember milli sex þingmanna og var tekið upp, geti ekki talist einkasamtal.

Enn fremur kemur fram að ummælin og hegðun þingmannanna sem náðist á upptöku falli undir gildissvið siðareglna þingsins.

Þetta kemur fram í álitinu sem birt var á vef Alþingis í kvöld. Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson, sérstakir varaforsetar Alþingis vegna Klaustursmálsins, óskuðu eftir áliti frá siðanefnd um það hvort gildissvið siðareglna ætti við um það sem gerðist á barnum.

„Alþingismenn eru opinberar persónur, sú háttsemi sem um ræðir átti sér stað á opinberum vettvangi og tengist málum sem hafa verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Þar sem hátternið varðar almenning verður ekki litið á þau atvik sem hér um ræðir sem einkasamtal,“ segir í áliti meirihluta siðanefndar. 

Nefndin áréttar að með þessu er ekki veitt álit á því hvort um brot á siðareglum er að ræða.

Róbert H. Haraldsson skilaði séráliti nefndarinnar. Þar kemur fram að þótt hátterni þingmannanna geti fallið undir gildissvið starfsreglna fyrir þingmenn séu líka efasemdir um það. Hann bendir á að Persónuvernd hafi ekki úrskurðað um málið.

„Það er heldur ekki vandalaust að horfa til inntaks samræðnanna þegar skorið er úr um gildissviðsákvæðið. Umræður þingmannanna bera þess skýr merki að hafa farið fram á ölstofu og eru á köflum sundurlaust raus frekar en alvarlegar samræður um sameiginleg hagsmunamál þjóðarinnar sem eiga brýnt erindi við allan almenning,“ kemur enn fremur fram í áliti Róberts.

Siðanefnd óskaði eftir umsögnum þingmannanna sex vegna málsins. Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þáverandi þingmenn Flokks fólksins, skiluðu inn sameiginlegri umsögn þar sem þeir sögðu málið snúast um hvort einkasamtal þingmanna, ekki ætlað öðrum, gætu við einhverjar aðstæður talist hluti af opinberri framgöngu þingmanna.

Jafnframt hafna þeir því að hlerun, upptaka og miðlun einkasamtals breyti eðli þess úr því að vera einkamál í það að teljast opinber framganga þeirra sem samtalið áttu.

Í umsögn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Bergþórs Ólasonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar kemur fram að stjórnarskráin verndi rétt fólks til að láta skoðanir sínar í ljós. 

„Með því að tjá hugsanir sínar í friðhelgi sé t.d. unnt að tjá reiði til að losa um hana, til að fíflast og tjá spaugilegar hliðar á annars erfiðum málum, til að brýna sig til átaka um viðkvæm mál og jafnvel greina frá óvinsælum skoðunum,“ segir í umsögn þeirra. Stjórnmálamenn hafi ekki síður þörf fyrir það en aðrir og jafnvel frekar.

Enn fremur segir í umsögn þeirra fjögurra að sú friðhelgi sem jafnan ríki um einkasamtöl geri það að verkum að menn telji sig síður þurfa að gæta varfærni þar en annars staðar. „Tungumálið verði kryddaðra, galgopaháttur geri fremur vart við sig og hvers kyns aulahúmor og fíflagangur,“ kemur fram í umsögninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Opnað að Dettifossi

10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »

Jóhann framkvæmdastjóri Keilis

09:06 Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf. Meira »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 23. apríl. Fréttaþjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir páskana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Meira »

Ágætt færi í brekkum víða um land

05:30 Víða á landinu viðraði ágætlega til skíðaiðkunar í gær á föstudaginn langa. Fyrir norðan, austan og vestan voru brekkur opnar og var talað um hið besta vorfæri á vefjum skíðasvæðanna. Höfuðborgarbúar sátu þó eftir, því Bláfjöllum og Skálafelli hefur þegar verið lokað þennan veturinn. Meira »

Víkurgarður til ríkissaksóknara

05:30 Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur með bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hrl. til ríkissaksóknara lagt fram kæru á hendur þeim sem hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdum í Víkurkirkjugarði og forsvarsmönnum framkvæmdaraðila, Lindarvatns ehf., fyrir að hafa raskað grafarhelgi. Meira »

Kjósi um lífskjörin í símanum

05:30 „Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og engir hnökrar á þessu,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), um kosningakerfið Valmund, sem Advania hefur þróað. Meira »

Leita atbeina dómstóla

05:30 Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotu sem fyrirtækið kyrrsetti hinn 28. mars síðastliðinn til tryggingar nærri tveggja milljarða skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll. Meira »

Fjórði dýrasti bjórinn á Íslandi

05:30 Bjór á Íslandi er sá fjórði dýrasti í heimi. Hér kostar stór bjór að meðaltali 1.258 krónur, andvirði 8,03 sterlingspunda.   Meira »

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

Í gær, 19:45 Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu. Meira »

Þrír unnu 92 milljónir króna

Í gær, 19:25 Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Meira »

Fer eigin leiðir í veikindunum

Í gær, 18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

Í gær, 16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...