Funda um flugmálin

Fundað er um stöðu á flugmarkaði í umhverfis- og samgöngunefnd.
Fundað er um stöðu á flugmarkaði í umhverfis- og samgöngunefnd. mbl.is/​Hari

Fundur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hófst í morgun og meðal umfjöllunarefna er staðan í flugmálum. Fulltrúar Samgöngustofu og samgönguráðuneytisins mæta fyrir nefndina og lýkur fundi um hádegi.

Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, upplýsti mbl.is í gær um að nefndin hafi óskað eftir yfirliti yfir stöðunni.

Umræður um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 hefjast í dag og munu standa í þrjá daga á Alþingi. Áætlunin hefur þegar hlotið talsverða gagnrýni minnihlutans sem segir forsendur áætlunarinnar vera brostnar meðal annars vegna stöðu WOW air.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert