Hélstu að veturinn væri búinn?

Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands segir ljóst að veturinn sé ekki tilbúinn til að sleppa af okkur takinu enn þá ef marka má veðurhorfur á landinu næstu daga. Slydda og stormur eru meðal þess sem bíður handan við hornið.

„Dagurinn heilsar með suðvestanstrekkingi eða allhvössum vindi. Í staðbundnum vindstrengjum nær vindur sér betur á strik og nú mælist stormur á nokkrum stöðum norðanlands.

Á austanverðu landinu er léttskýjað og má búast við sólríkum degi þar. Einhver smávegis væta er enn að gera vart við sig vestan megin á landinu en það styttir upp að mestu þegar líður á daginn og einnig dregur úr vindi smám saman.

Nú er lægð við Nýfundnaland og hún dýpkar og nálgast okkur hratt og örugglega og stýrir veðrinu hjá okkur í nótt og á morgun. Í nótt hvessir af suðri með rigningu eða slyddu. Á morgun snýst hins vegar í suðvestanhvassviðri eða -storm með snjóéljum og kólnandi veðri. 

Ef við gægjumst lengra fram í tímann er áfram búist við suðvestanátt á fimmtudaginn. Vindurinn gefur eftir og verður víða strekkingur að styrk, en hins vegar eru líkur til að élin verði í efnismeiri kantinum á fimmtudaginn. 

Á föstudag og laugardag er útlit fyrir hægari vind og úrkomuminna veður, en það er kuldi í kortunum þessa daga. Af ofansögðu má vera ljóst að veturinn er ekki tilbúinn að sleppa af okkur takinu enn þá,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Talsvert mikið rigndi í gær á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum samfara leysingu í hlýindum. Þó að dregið hafi mikið úr úrkomu eru enn líkur á að vatnsföll ryðji sig á þessum slóðum og einnig auknar líkur á ofanflóðum, segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurspá fyrir næstu daga

Suðvestan 10-18 m/s, en 18-23 staðbundið í vindstrengjum á Norðurlandi og einnig austan Öræfajökuls. Dálítil rigning eða slydda, en léttskýjað á austanverðu landinu. Dregur smám saman úr vindi þegar kemur fram á daginn og styttir upp að mestu. Hiti 2 til 7 stig, en svalara í kvöld.

Gengur í sunnan 13-20 í nótt með rigningu eða slyddu, en þurrt um landið norðaustanvert. Snýst í suðvestan 15-23 á morgun með éljum og kólnandi veðri.

Á miðvikudag:
Sunnan 13-20 m/s framan af degi og rigning eða slydda, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig. Vestlægari síðdegis með éljum og kólnar í veðri. 

Á fimmtudag:
Suðvestan 10-15 og éljagangur, en þurrt á Austurlandi. Hiti um eða rétt undir frostmarki. 

Á föstudag:
Norðvestan 3-8, en 8-13 austanlands. Él um landið norðanvert, en víða bjart í öðrum landshlutum. Frost 0 til 6 stig. Hægviðri og léttskýjað um kvöldið og herðir á frosti. 

Á laugardag:
Hæg breytileg átt og víða bjart framan af degi. Gengur í suðvestan 8-13 síðdegis með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands. Minnkandi frost. 


Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með úrkomu og hita kringum frostmark, en þurrt norðaustan til á landinu. 

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost um mestallt land.

mbl.is

Innlent »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

07:17 Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 20. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12. Meira »

30 barna leitað í 65 skipti

05:30 Færri leitarbeiðnir vegna týndra barna hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ár en á sama tíma í fyrra.  Meira »

Umferðin á uppleið

05:30 Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir það sæta tíðindum að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið meiri en sumarmánuðina 2016. Meira »

Huga að brunavörnum í Hallgrímskirkju

05:30 Hafist verður handa við að skipta um lyftu í Hallgrímskirkjuturni eftir páska.   Meira »

Verslun muni eflast

05:30 „Það hefur alltaf komið upp háreysti þegar verslunargötum með bílaumferð er breytt í göngugötur, en það hefur aftur á móti sýnt sig í hverri einustu borg þar sem það hefur verið gert að menn vilja ekki snúa aftur til fyrra horfs,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Meira »

Færri senda skilaboð undir stýri

05:30 Á meðan æ færri framhaldsskólanemar viðurkenna í könnunum að tala óhandfrjálst í símann undir stýri, fjölgar þeim sem segjast nota símann í að leita að upplýsingum í miðjum akstri. Meira »