Nanna nuddar hunda

Eymsli skepnanna geta þá verið af ýmsum toga, segir Nanna …
Eymsli skepnanna geta þá verið af ýmsum toga, segir Nanna Lovísa, hér með skjólstæðing í fangi sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nudd er dýrum oft nauðsyn. Rétt eins og við mannfólkið hafa þau vöðva og sinar sem þurfa hreyfingu og aðhlynningu eigi vel að vera. Raunar er vitundin um vellíðan dýranna stöðugt að aukast, sem er gleðiefni,“ segir Nanna Lovísa Zóphaníasdóttir hundanuddari.

Hún rekur nuddstofuna Hundar og kettir í versluninni Gæludýr á Smáratorgi í Kópavogi þangað sem fólk kemur með ferfætlinga sína.

Starfsemin, sem var ýtt úr vör árið 2011, fór rólega af stað enda nuddþjónusta þessi þá algjört nýmæli á Íslandi. Í dag er hins vegar nóg að gera hjá Nönnu, sem lýsir starfi sínu sem því skemmtilegasta í heimi.

Sjá viðtal við Nönnu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert