Spyr um kostnað við Landsréttarmálið

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Hari

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi þar sem hún spyr um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt.

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að dóm­ara­skip­un Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dóms­málaráðherra, í Lands­rétt hefði brotið gegn mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um.

Fyrirspurn Helgu Völu er í níu liðum. Meðal þess sem hún spyr um er kostnaður við sérfræðiráðgjöf til ráðuneytisins í aðdraganda dómaraskipunar á sínum tíma. Einnig hvað aðkeypt þjónusta hjá embætti ríkislögmanns kostaði vegna varnar íslenska ríkisins í málinu, bæði fyrir íslenskum dómstólum og Mannréttindadómstólnum.

Þá spyr hún meðal annars um þær miskabætur sem íslenska ríkinu ber að greiða umsækjendum um dómarastarf, og skaðabætur til málsaðila. Fyrirspurn Helgu Völu í heild má finna HÉR.

mbl.is