Tafir á flugi vegna veðurs

Flugfélagið Ernir.
Flugfélagið Ernir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Tafir hafa orðið á innlandsflugi í dag vegna veðurs en hjá flugfélaginu Erni þurfti að seinka flugi til Húsavíkur en annað flug er á áætlun. Húsavíkurvélin fór heldur seinna í loftið en til stóð vegna veðurs.

Hjá Air Iceland Connect hefur ekki verið hægt að fljúga á Ísafjörð og Akureyri í morgun en annað flug er á áætlun. 

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er ágæt færð um nánast allt land en einhver hálka á einhverjum leiðum. Í dag er spáð suðvestan 10-18 m/s, en 18-23 staðbundið í vindstrengjum á norðanverðu landinu og einnig austan Öræfajökuls. Dálítil slydduél, en léttskýjað á austanverðu landinu. Dregur smám saman úr vindi þegar kemur fram á daginn og styttir upp að mestu. Hiti 4 til 10 stig, en svalara í kvöld.

Gengur í sunnan 13-20 í nótt með rigningu eða slyddu, en þurrt um landið norðaustanvert. Snýst í suðvestan 15-25 á morgun með éljum og kólnandi veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert